Væri gaman að kveðja með titli Henry Birgir Gunnarsson skrifar 16. maí 2015 06:00 Dagur kveður Füchse Berlin að tímabilinu loknu. vísir/getty „Það er lúxus að þurfa ekki að ferðast í þessa leiki eftir álagið síðustu vikur,“ segir Dagur Sigurðsson en lið hans, Füchse Berlin, verður á heimavelli um helgina er úrslitahelgi EHF-bikarsins fer fram. Lið Dags mætir slóvenska liðinu Gorenje Velenje í dag en í hinum undanúrslitaleiknum mætast danska liðið Skjern og þýska liðið Hamburg. Það er skammt stórra högga á milli hjá liði Dags því um síðustu helgi var Berlin að spila í undanúrslitum þýska bikarsins. Þar tapaði liðið á grátlegan hátt, 27-26, fyrir Magdeburg. „Sú helgi var svakaleg og allir leikir réðust með einu marki eða fóru í framlengingu. Ég geri ráð fyrir álíka jöfnum leikjum núna um helgina. Við erum búnir að hrista af okkur vonbrigðin og erum frekar léttir á því.“Vantar trukkana Berlin hefur þó orðið fyrir áfalli því línumaðurinn og varnartröllið Jesper Nielsen getur ekki spilað með liðinu um helgina. „Hann er mjög mikilvægur fyrir okkur á báðum endum vallarins. Þetta er högg fyrir okkur og hópurinn er þunnur fyrir. Svo vantar okkur líka Denis Spoljaric sem er aðalvarnarmaðurinn okkar. Okkur vantar því báða trukkana í vörnina og um leið eykst álagið á hina.“ Í hönd eru að fara síðustu vikur Dags með liðið en hann lætur af starfi þjálfara Füchse Berlin í lok leiktíðar. Hann mun einbeita sér að landsliðsþjálfarastarfinu hjá Þjóðverjum í framtíðinni.Dagur gerði Berlínarrefina að bikarmeisturum í fyrra.vísir/gettyMikið af uppöldum strákum „Það er frábært að fá svona helgi áður en maður hættir. Ég er líka að mæta til leiks með mikið af heimamönnum en helmingurinn af hópnum hjá okkur er uppaldir strákar. Það er mjög skemmtilegt og ekki algengt í dag. Þar af eru tveir strákar, 20 og 21 árs, aðalmenn í skyttustöðunum. „Þetta er næstum því kveðjustund hjá mér og væri gaman að kveðja með titli þó svo að þetta verði mjög erfitt. Við vorum líklegir á heimavelli en meiðslin setja strik í reikninginn,“ segir Dagur en hans lið komst líka í undanúrslit í sömu keppni í fyrra en tapaði þá undanúrslitaleiknum. Ef Berlin kemst í úrslit verður Dagur ekki eini Íslendingurinn á svæðinu því Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson munu dæma úrslitaleikinn. Þegar helginni lýkur tekur við mikill lokasprettur hjá liðinu þar sem það spilar fimm deildarleiki á þrettán dögum. „Svona er þetta bara. Eftir HM þá spiluðum við tvo leiki á viku átta vikur í röð. Það er mikið álag enda líka mikil ferðalög. Þessir strákar hafa ekki fengið að anda síðan í júlí í fyrra.“Margar eftirminnilegar stundir Dagur er að klára sjötta árið sitt með Füchse Berlin og hann segist ganga stoltur frá borði. „Ég er mjög sáttur við hvernig ég skil við liðið. Það er mjög gaman að geta hætt hérna eftir sex ár án þess að vera rekinn. Það er óalgengt í þessum bransa. Við höfum fimm sinnum komist í „final four“ í keppnum á þessum sex árum og unnum bikarinn í fyrra. „Náðum þriðja sæti í deild og topp fjórum í Meistaradeildinni. Það eru margar eftirminnilegar stundir og ég er líka mjög stoltur af því að hafa náð þessum árangri með mikið af heimamönnum. Ég geng stoltur frá borði,“ segir Dagur en liðið verður áfram undir íslenskri stjórn þar sem Erlingur Richardsson tekur við starfinu af Degi. „Ég hefði viljað skila honum liðinu með Spoljaric og Bartlomiej Jaszka en það lítur út fyrir að þeir þurfi að leggja skóna á hilluna vegna meiðsla. Það er því mikil breyting en hann mun fá nýja menn og þarf að móta sitt eigið lið.“ Handbolti Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sjá meira
„Það er lúxus að þurfa ekki að ferðast í þessa leiki eftir álagið síðustu vikur,“ segir Dagur Sigurðsson en lið hans, Füchse Berlin, verður á heimavelli um helgina er úrslitahelgi EHF-bikarsins fer fram. Lið Dags mætir slóvenska liðinu Gorenje Velenje í dag en í hinum undanúrslitaleiknum mætast danska liðið Skjern og þýska liðið Hamburg. Það er skammt stórra högga á milli hjá liði Dags því um síðustu helgi var Berlin að spila í undanúrslitum þýska bikarsins. Þar tapaði liðið á grátlegan hátt, 27-26, fyrir Magdeburg. „Sú helgi var svakaleg og allir leikir réðust með einu marki eða fóru í framlengingu. Ég geri ráð fyrir álíka jöfnum leikjum núna um helgina. Við erum búnir að hrista af okkur vonbrigðin og erum frekar léttir á því.“Vantar trukkana Berlin hefur þó orðið fyrir áfalli því línumaðurinn og varnartröllið Jesper Nielsen getur ekki spilað með liðinu um helgina. „Hann er mjög mikilvægur fyrir okkur á báðum endum vallarins. Þetta er högg fyrir okkur og hópurinn er þunnur fyrir. Svo vantar okkur líka Denis Spoljaric sem er aðalvarnarmaðurinn okkar. Okkur vantar því báða trukkana í vörnina og um leið eykst álagið á hina.“ Í hönd eru að fara síðustu vikur Dags með liðið en hann lætur af starfi þjálfara Füchse Berlin í lok leiktíðar. Hann mun einbeita sér að landsliðsþjálfarastarfinu hjá Þjóðverjum í framtíðinni.Dagur gerði Berlínarrefina að bikarmeisturum í fyrra.vísir/gettyMikið af uppöldum strákum „Það er frábært að fá svona helgi áður en maður hættir. Ég er líka að mæta til leiks með mikið af heimamönnum en helmingurinn af hópnum hjá okkur er uppaldir strákar. Það er mjög skemmtilegt og ekki algengt í dag. Þar af eru tveir strákar, 20 og 21 árs, aðalmenn í skyttustöðunum. „Þetta er næstum því kveðjustund hjá mér og væri gaman að kveðja með titli þó svo að þetta verði mjög erfitt. Við vorum líklegir á heimavelli en meiðslin setja strik í reikninginn,“ segir Dagur en hans lið komst líka í undanúrslit í sömu keppni í fyrra en tapaði þá undanúrslitaleiknum. Ef Berlin kemst í úrslit verður Dagur ekki eini Íslendingurinn á svæðinu því Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson munu dæma úrslitaleikinn. Þegar helginni lýkur tekur við mikill lokasprettur hjá liðinu þar sem það spilar fimm deildarleiki á þrettán dögum. „Svona er þetta bara. Eftir HM þá spiluðum við tvo leiki á viku átta vikur í röð. Það er mikið álag enda líka mikil ferðalög. Þessir strákar hafa ekki fengið að anda síðan í júlí í fyrra.“Margar eftirminnilegar stundir Dagur er að klára sjötta árið sitt með Füchse Berlin og hann segist ganga stoltur frá borði. „Ég er mjög sáttur við hvernig ég skil við liðið. Það er mjög gaman að geta hætt hérna eftir sex ár án þess að vera rekinn. Það er óalgengt í þessum bransa. Við höfum fimm sinnum komist í „final four“ í keppnum á þessum sex árum og unnum bikarinn í fyrra. „Náðum þriðja sæti í deild og topp fjórum í Meistaradeildinni. Það eru margar eftirminnilegar stundir og ég er líka mjög stoltur af því að hafa náð þessum árangri með mikið af heimamönnum. Ég geng stoltur frá borði,“ segir Dagur en liðið verður áfram undir íslenskri stjórn þar sem Erlingur Richardsson tekur við starfinu af Degi. „Ég hefði viljað skila honum liðinu með Spoljaric og Bartlomiej Jaszka en það lítur út fyrir að þeir þurfi að leggja skóna á hilluna vegna meiðsla. Það er því mikil breyting en hann mun fá nýja menn og þarf að móta sitt eigið lið.“
Handbolti Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sjá meira