Handbolti

Þriðji sigur Magdeburg í röð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Geir Sveinsson er á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari Magdeburg.
Geir Sveinsson er á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari Magdeburg. vísir/getty
Lærisveinar Geirs Sveinssonar í Magdeburg létu tapið sára í úrslitaleik þýsku bikarkeppninnar á sunnudaginn ekki á sig fá í kvöld þegar þeir unnu öruggan sigur á Balingen í þýsku úrvalsdeildinni.

Lokatölur 25-32 en staðan í hálfleik var 14-15, Magdeburg í vil.

Robert Weber var einu sinni sem oftar markahæstur í liði Magdeburg með níu mörk, þar af fjögur af vítalínunni. Alexander Saul kom næstur með fimm mörk en alls skoruðu tíu leikmenn Magdeburg í leiknum í kvöld.

Þetta var þriðji sigur Magdeburg í röð en liðið er í 4. sæti deildarinnar með 46 stig, einu stigi á eftir Flensburg.

Þá skoraði Sigurbergur Sveinsson eitt mark fyrir Erlangen sem mátti þola stórtap fyrir Melsungen á útivelli, 37-23.


Tengdar fréttir

Geir með Magdeburg í úrslit

Magdeburg tryggði sér sæti í úrslitum þýska bikarsins í handbolta eftir sigur með minnsta mun á Füchse Berlin í undanúrslitunum í dag. Lokatölur 27-26.

Flensburg þýskur bikarmeistari eftir vítakastkeppni

Flensburg er þýskur bikarmeistari í handbolta eftir sigur á Geir Sveinssyni og lærisveinum hans í Magdeburg í vítakastkeppni. Leikurinn var æsispennandi, en lokatölur urðu 32-21 sigur Flensburg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×