Handbolti

Tandri og félagar luku umspilinu á sigri

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tandri og félagar héldu sæti sínu í sænsku úrvalsdeildinni.
Tandri og félagar héldu sæti sínu í sænsku úrvalsdeildinni. mynd/ricoh
Tandri Már Konráðsson og félagar í sænska handboltaliðinu Ricoh luku leik í umspilinu um sæti í efstu deild að ári með fjögurra marka sigri, 23-19, á Helsingborg á heimavelli.

Ricoh var þegar búið að tryggja sér tilverurétt í deild þeirra bestu en Tandri og félagar unnu fjóra síðustu leiki sína í umspilinu. Ricoh vann sjö af leikjunum 10 í umspilinu og tapaði þremur.

Tandri skoraði eitt mark úr fimm skotum í leiknum í dag. Hann gaf auk þess þrjár stoðsendingar.


Tengdar fréttir

Stórt skref í rétta átt hjá Tandra og félögum

Tandri Már Konráðsson og félagar í Ricoh HK stigu stórt skref í átt að því að tryggja sér áframhaldandi veru í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta eftir sannfærandi sigur á Skövde í kvöld.

Sætið gulltryggt hjá Tandra og félögum

Tandri Már Konráðsson og félagar Ricoh HK spila áfram í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta á næsta tímabili en það varð endanlega ljóst í kvöld eftir eins marka útisigur á HK Aranäs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×