Handbolti

Birna Berg til Þýskalands

Anton Ingi Leifsson skrifar
Birna Berg í leik með Fram.
Birna Berg í leik með Fram. vísir/daníel
Handknattleikskonan Birna Berg Haraldsdóttir hefur ákveðið að færa sig um set frá Svíþjóð til Þýskalands, en þar gengur hún í raðir VL Koblenz/Weibern.

Birna greindi frá þessu á fésbókarsíðu sinni fyrr í dag, en hún hefur undanfarin ár leikið með Sävehof og nú síðast lék hún á láni hjá Molde í Noregi.

Þessi öfluga örvhenta skytta var eftirsótt á markaðnum, en hún semur til Koblenz á svokölluðum 1+1 samningi. Hún semur til eins árs, en ef báðir aðilar hafa áhuga geta þeir bætt við einu ári.

Kolbenz/Weibern er í bullandi veseni í efstu deildinni í Þýskalandi, en á þó enn von á að halda sæti sínu í deildinni. Annar Íslendingur, Hildur Þorgeirsdóttir, er á mála hjá þýska liðinu, en hún sagði í samtali við Morgunblaðið að hún myndi ekki vera áfram hjá liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×