Innlent

Funduðu um rammaáætlun til að ganga tvö

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Fundarstjórn forseta var mikið rædd á fundinum í gærkvöldi.
Fundarstjórn forseta var mikið rædd á fundinum í gærkvöldi. Vísir/GVA
Fundur stóð á Alþingi til rúmlega eitt í nótt þar sem þingmenn ræddu um fyrirhugaðar breytingar á rammaáætlun. Umræðunni var að lokum frestað en framhald þeirra er á dagskrá þingsins í dag.

Frá því klukkan hálf níu voru 74 ræður haldnar um fundarstjórn forseta. Þingmenn stjórnarandstöðunnar voru gagnrýnir á hversu fáir stjórnarliðar væru í þingsalnum á meðan umræðunni stóð.

Þingið kemur saman til fundar í dag klukkan 10 þar sem áframhald umræðna um rammaáætlun er þriðja dagskrármál.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×