Innlent

Ríkissáttasemjari hefur kallað samninganefndir ríkisins, BHM og hjúkrunarfræðinga á fund

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Tilefni fundanna er alvarleiki stöðunnar sem nú er uppi.
Tilefni fundanna er alvarleiki stöðunnar sem nú er uppi.
Ríkissáttasemjari hefur boðað funda á morgun til að fara yfir alvarleika stöðunnar í kjaraviðræðum bæði Bandalags háskólamanna og hjúkrunarfræðinga við ríkið. Fundur verður hjá BHM með samninganefnd ríkisins klukkan 9 í fyrramálið og hjúkrunarfræðingum og ríkinu klukkan 11.



Félagsmenn beggja félaga eru nú í verkfalli sem hefur haft mikil áhrif á starfsemi ýmissa aðila í samfélaginu. Þá hefur forstjóri Landspítalans og landlæknir einnig lýst því yfir að leysa þurfi deilurnar sem fyrst til að tryggja megi öryggi sjúklinga.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×