Körfubolti

Njarðvíkingar bæta við sig

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hjalti Friðriksson styrkir Njarðvíkinga undir körfunni.
Hjalti Friðriksson styrkir Njarðvíkinga undir körfunni. vísir/daníel
Njarðvík hefur samið við Hjalta Friðriksson og Sigurð Dag Sturluson um að leika með liðinu í Domino's deildinni í körfubolta á næsta tímabili. Þetta kemur fram á Karfan.is.

Hjalti, sem er 26 ára, kemur frá ÍR þar sem hann hefur leikið frá árinu 2011.

Hann lék ekkert með Breiðhyltingum á síðasta tímabili en skoraði 11,9 stig og tók 5,3 fráköst að meðaltali tímabilið þar á undan. Honum er ætlað að fylla skarð miðherjans Snorra Hrafnkelsson sem er farinn frá Njarðvík.

Sigurður Dagur, sem er 21 árs, er uppalinn Njarðvíkingur en hefur leikið með Stjörnunni undanfarin ár.

Sigurður Dagur snýr aftur til Njarðvíkur.vísir/valli



Fleiri fréttir

Sjá meira


×