Golf

Birgir Leifur spilaði fullkominn hring | Er í sjötta sæti á Spáni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Birgir Leifur Hafþórsson.
Birgir Leifur Hafþórsson. Vísir/Daníel
Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, er að standa sig mjög vel á Spáni í móti sem er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu.

Birgir Leifur hefur leikið tvo fyrstu dagana á Fred Olsen Challenge de Espana á átta höggum undir pari og er í sjötta sæti, aðeins þremur sætum á eftir þeim sem er í öðru sæti.

Birgir Leifur lék fullkominn hring í dag en hann fékk þá fimm fugla, þrettán pör og engan skolla. Birgir Leifur lék alls á 66 höggum eða einu höggi betur en hinn velski Rhys Davies sem er með fjögurra högga forskoti á toppnum þegar mótið er hálfnað.

Birgir Leifur fékk fugla á 3. holu (par 5), á 5. holu (par 4), á 7. holu (par 5), á 9. holu (par 4) og á 17. holu (par 5).

Birgir Leifur hefur undið sig einstaklega vel á fyrri hringnum því hann fékk einnig fugl á 3., 5. 7. og 9. holu á degi eitt þegar hann lék holurnar átján á þremur höggum undir pari. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×