Handbolti

Jicha fer til Barcelona

Jicha fagnar því að fá hærri laun.
Jicha fagnar því að fá hærri laun. vísir/getty
Eftir mikið japl, jaml og fuður er ljóst að Tékkinn Filip Jicha er á förum frá Kiel til Barcelona.

Félögin er sögð hafa náð samkomulagi um sölu á leikmanninum í gær og Barcelona mun tilkynna um kaupin í dag.

Hinn 33 ára gamli Jicha grátbað Kiel um að sleppa sér þar sem hann væri í fjárhagsvandræðum. Barcelona var til í að bjóða honum betri samning sem hann þarf sárlega á að halda.

Kiel vildi fá allt að 150 milljónum króna fyrir fyrirliðann sinn sem átti eitt ár eftir af samningi sínum við félagið. Ekki er vitað hvað Barca greiðir á endanum.

Jicha fór illa út úr fasteignabraski og 40 prósent launa hans fara í að greiða niður þær skuldir. Fjárhagslegt öryggi hans hjá Barcelona er betra þar sem hann er öruggur um full laun þó svo hann sé meiddur.

Hjá Barcelona mun Jicha hitta fyrir Guðjón Val Sigurðsson en þeir léku saman hjá Kiel á sínum tíma. Jicha fær það hlutverk að fylla skarð Nikola Karabatic hjá Börsungum en Karabatic er farinn til PSG.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×