Erlent

Assad segir flóttamannavandann vera sjálfskaparvíti Evrópu

Atli Ísleifsson skrifar
Assad ræddi ástandið í landinu og Evrópu í samtali við rússneska fjölmiðla þar sem hann sakaði leiðtoga Evrópuríkja um tvískinnung.
Assad ræddi ástandið í landinu og Evrópu í samtali við rússneska fjölmiðla þar sem hann sakaði leiðtoga Evrópuríkja um tvískinnung. Vísir/AFP
Bashar al-Assad Sýrlandsforseti segir að straum flóttamanna til Evrópu megi rekja til stuðnings Vesturveldanna við stjórnarandstöðuna í Sýrlandi.

Assad ræddi ástandið í landinu og Evrópu í samtali við rússneska fjölmiðla þar sem hann sakaði leiðtoga Evrópuríkja um tvískinnung.

„Annars vegar kvarta Vesturlönd yfir flóttamannavandanum og hins vegar hafa þau frá byrjun stutt við bakið á hryðjuverkamönnum og kölluðu þá friðsama mótmælendur,“ segir Assad.

Hann ræddi einnig kröfur vestrænna leiðtoga um aðgerðir eftir að mynd af líki hins þriggja ára Aylan Kurdi birtust í fjölmiðlum. „Er hægt að vera hryggur vegna dauða eins barns í hafinu, ekki vegna þeirra þúsunda barna sem eru drepin af hryðjuverkamönnum í Evrópu? Tvískinningur Evrópu er ekki lengur ásættanlegur.“

Ellefu milljónir Sýrlendinga hafa neyðst til að flýja heimili sín vegna borgarastyrjaldarinnar í landinu. Fjórar milljónir þeirra hafa flúið til annarra ríkja.

Rúmlega 240 þúsund manns hafa látist í borgarastríðinu frá því að það braust út árið 2011.


Tengdar fréttir

Merkel ver stefnu sína

Þjóðverjar búast nú við milljón flóttamönnum á árinu. Ungverjar herða tökin á flóttafólki og ætla hvorki að hleypa þeim inn í landið né út úr því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×