Viðskipti erlent

Bognar iPhone 6S plus?

Bjarki Ármannsson skrifar
Prófið sem allir Apple-notendur hafa beðið eftir.
Prófið sem allir Apple-notendur hafa beðið eftir.
Um ár er liðið frá því að eigendur snjallsímans iPhone 6 plus hófu að birta myndir á netinu af símum sínum sem áttu að hafa bognað við hversdagslegar ástæður, til að mynda í buxnavösum. Síminn var sá þynnsti sem Apple hafði gefið út og höfðu margir áhyggjur af því að of auðvelt væri að skemma hann fyrir slysni.

Nú er iPhone 6S Plus kominn á markað og fyrsta spurningin sem margir spyrja sig að varðandi símann er: Mun hann bogna?

Aðstandendur YouTube-síðunnar uBreakiFix leitast við að svara þeirri spurningu í nýju myndbandi sem sjá má hér fyrir neðan. Einnig má sjá fleiri aðila beita mismunandi prófum á símana. Þá má sjá hverngi skjárinn stendur sig í rispuprófi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×