Erlent

Cameron vill senda fleiri flóttamenn aftur heim

Samúel Karl Ólason skrifar
Cameron og Hollande funduðu í gær.
Cameron og Hollande funduðu í gær. Vísir/EPA
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segir að Evrópa þurfi að senda fleiri flóttamenn aftur til sinna heimalanda. Það vill hann gera við flóttamenn sem hafi ekki grundvöll til að sækja um hæli í Evrópu.

Hann vill að þess í stað yrði meiri kraftur settur í að hjálpa þeim sem komi frá stríðshrjáðum löndum og þurfi hæli. Þetta sagði hann við Francois Hollande, forseta Frakklands, voru þeir sammála um að þörf væri á lausn átaka í Sýrlandi.

Á vef Independent er því haldið fram að Cameron muni fara fram á á fundi leiðtoga ESB í dag, að Evrópu horfi frekar til að hjálpa nágrannaríkjum Sýrlands. Þar halda milljónir manna til, sem hafa flúið undan borgarastyrjöldinni í Sýrlandi.

Bretar hafa varið mestu fé af öllum þjóðum ESB til hjálparstarfs í nágrannaríkjum Sýrlands, en hafa ekki viljað taka á móti eins mörgum flóttamönnum og þjóðir eins og Þýskaland, Austurríki, Frakkland og Svíþjóð.

Bretar munu taka á móti 20 þúsund flóttamönnum úr flóttamannabúðum við Sýrland. Þeir verða fluttir til Bretlands á næstu fimm árum.


Tengdar fréttir

Flóttafólkinu verður skipt milli ríkja ESB

Fjögur ESB-ríki voru andvíg samkomulagi um lausn flóttamannavandans. Taka á við 120 þúsund manns í viðbót. Ákvörðun tekin á fundi innanríkisráðherra ESB-ríkjanna í gær.

Fimmtíu sóttu um hæli á Íslandi í ágúst

Forsætisráðherra telur að fjöldi hælisleitenda muni tvöfaldast í ár. Fimmtíu sóttu um hæli í ágúst og fjöldinn er að verða svipaður í þessum mánuði. Yfir hundrað fá stöðu flóttamanns í ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×