Erlent

ESB vill geta flýtt brottvísunum hælisleitenda

Atli ísleifsson skrifar
Theresa May, innanríkisráðherra Bretlands, mætti til fundarins í Lúxemborg í morgun.
Theresa May, innanríkisráðherra Bretlands, mætti til fundarins í Lúxemborg í morgun. Vísir/AFP
Áætlanir sem heimila aðildarríkjum ESB að flýta því ferli að vísa hælisleitendum úr landi eftir að þeim hefur verið synjað um hæli, verða til umræðu á fundi innanríkisráðherra aðildarríkja sambandsins í Lúxemborg í dag.

Búist er við að ráðherrarnir samþykki áætlanir sem fela meðal annars í sér að hægt verði að setja alla þá hælisleitendur í varðhald sem eru taldir líklegir að hlaupast á brott áður en þeim er vísað úr landi.

Í frétt BBC kemur fram að ráðherrarnir muni líklegast einnig beita ákveðnum upprunaríkjum hælisleitenda auknum þrýstingi að taka aftur við sínum ríkisborgurum sem hafa flúið til Evrópu.

Aðildarríki ESB takast nú á við gríðarlegan straum flóttafólks frá Sýrlandi og fleiri ríkjum, en mörg hundruð þúsund manns hafa sótt til Evrópu síðustu mánuði á flótta sínum frá stríðsátökum og fátækt.


Tengdar fréttir

ESB samþykkir nýja aðgerðaráætlun

Evrópusambandið hefur samþykkt nýja aðgerðaráætlun sem miðar að því að koma í veg fyrir fólksflutninga yfir Miðjarðarhaf.

Herskip send á smyglaraskipin

Evrópusambandið er þessa dagana að senda sex herskip til Miðjarðarhafsins, þar sem hlutverk þeirra verður að elta uppi smyglaraskip.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×