Erlent

ESB og Tyrkir samþykkja aðgerðaáætlun í flóttamannamálinu

vísir/afp
Aðildarríki Evrópusambandsins hafa komist að samkomulagi við Tyrki um aðgerðaráætlun sem miðar að því að stemma stigu við hinum gríðarlega flóttamannastraumi til álfunnar. Næstum 600 þúsund flóttamenn hafa komið til Evrópu það sem af er þessu landi og fara flestir þeirra frá Tyrklandi til Grikklands áður en þeir halda lengra norður á bóginn.

Á leiðtogafundi í gærkvöldi var ákveðið að vinna skipulega með Tyrkjum að vandanum en þeir höfðu sett fram ýmis skilyrði fyrir samstarfinu, meðal annars að aukinn kraftur verði settur í viðræður um inngöngu Tyrklands í ESB og að auknar tilslakanir verði á vegabréfsáritun Tyrkja til Evrópusambandslanda.

Donald Tusk, forseti Evrópuráðsins, sagðist að fundi loknum hóflega bjartsýnn á að áætlunin muni skila árangri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×