Bauð þrjátíu flóttamönnum í skemmtiferð um Reykjanesið Bjarki Ármannsson skrifar 13. október 2015 20:25 Mynd af hópnum sem fékk ókeypis ferð í dag. Mynd/Hans Guðmundsson „Maður er bara alveg með bros á vör, þetta er búið að vera skemmtilegur dagur með fólki sem hafði gaman af því að fara í þessa ferð,“ segir Hans Guðmundsson, eigandi rútufyrirtækisins iBus og fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta. Hans er tiltölulega nýkominn aftur í bæinn eftir að hafa boðið hópi þrjátíu flóttamanna í dagsferð um Reykjanesið í rútu sinni. „Fyrir svona hálfum mánuði datt mér í hug að bjóða flóttamönnum í svona dagsferð, bara hvert sem þeir vildu fara,“ segir Hans. „Af hverju ekki að gera eitthvað, leggja eitthvað af mörkum, til að stytta þessu fólki stundirnar. Mann fór nefnilega að gruna að þau væru bara í einhverjum íbúðum eða herbergjum og hefðu í raun og veru ekkert að gera. Þannig mig langaði bara að þau fengju einn dag í að gera eitthvað skemmtilegt.“ Hans segist upphaflega hafa haft Gullna hringinn í huga. Hann hafði samband við Rauða krossinn, sem tók vel í hugmyndina en vildi frekar halda sig við nærumhverfið. Úr varð dagsferð um Reykjanesið og tveir sjálfboðaliðar Rauða krossins, sem einnig eru leiðsögumenn, fóru með. Allir gáfu sína vinnu. Að sögn Hans tók ferðin um sex klukkutíma. „Við vorum náttúrulega ekkert að flýta okkur,“ segir hann. „Fyrsta stoppið var við Seltún í Krýsuvík og það kom alveg svoleiðis hellidemba. Við vorum nýbúin að segja þeim að veðrið hérna breytist á fimm mínútna fresti. Svo á næsta stoppi, og restina af ferðinni, var bara sól og blíða.“ Flóttamennirnir komu frá nokkrum löndum, meðal annars Sýrlandi. Margir í hópnum töluðu ensku og voru Hans og leiðsögumennirnir duglegir að spjalla við fólkið. Hans deildi sögunni á Facebook-hópnum Bakland ferðaþjónustunnar í kvöld að sögn til þess að hvetja aðra í ferðaþjónustunni til að bjóða flóttamönnum upp á svona skemmtiferðir. „Nóg er af rútufyrirtækjum og nóg að gera hjá þeim, þannig að þau ættu að hafa efni á því. Fyrst ég gat það, ættu þau að geta það,“ segir hann og hlær. „Það eru góðir menn sem stjórna fyrirtækjunum þannig að ég sé alveg fyrir mér að þeir væru til í þetta líka.“ Flóttamenn Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
„Maður er bara alveg með bros á vör, þetta er búið að vera skemmtilegur dagur með fólki sem hafði gaman af því að fara í þessa ferð,“ segir Hans Guðmundsson, eigandi rútufyrirtækisins iBus og fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta. Hans er tiltölulega nýkominn aftur í bæinn eftir að hafa boðið hópi þrjátíu flóttamanna í dagsferð um Reykjanesið í rútu sinni. „Fyrir svona hálfum mánuði datt mér í hug að bjóða flóttamönnum í svona dagsferð, bara hvert sem þeir vildu fara,“ segir Hans. „Af hverju ekki að gera eitthvað, leggja eitthvað af mörkum, til að stytta þessu fólki stundirnar. Mann fór nefnilega að gruna að þau væru bara í einhverjum íbúðum eða herbergjum og hefðu í raun og veru ekkert að gera. Þannig mig langaði bara að þau fengju einn dag í að gera eitthvað skemmtilegt.“ Hans segist upphaflega hafa haft Gullna hringinn í huga. Hann hafði samband við Rauða krossinn, sem tók vel í hugmyndina en vildi frekar halda sig við nærumhverfið. Úr varð dagsferð um Reykjanesið og tveir sjálfboðaliðar Rauða krossins, sem einnig eru leiðsögumenn, fóru með. Allir gáfu sína vinnu. Að sögn Hans tók ferðin um sex klukkutíma. „Við vorum náttúrulega ekkert að flýta okkur,“ segir hann. „Fyrsta stoppið var við Seltún í Krýsuvík og það kom alveg svoleiðis hellidemba. Við vorum nýbúin að segja þeim að veðrið hérna breytist á fimm mínútna fresti. Svo á næsta stoppi, og restina af ferðinni, var bara sól og blíða.“ Flóttamennirnir komu frá nokkrum löndum, meðal annars Sýrlandi. Margir í hópnum töluðu ensku og voru Hans og leiðsögumennirnir duglegir að spjalla við fólkið. Hans deildi sögunni á Facebook-hópnum Bakland ferðaþjónustunnar í kvöld að sögn til þess að hvetja aðra í ferðaþjónustunni til að bjóða flóttamönnum upp á svona skemmtiferðir. „Nóg er af rútufyrirtækjum og nóg að gera hjá þeim, þannig að þau ættu að hafa efni á því. Fyrst ég gat það, ættu þau að geta það,“ segir hann og hlær. „Það eru góðir menn sem stjórna fyrirtækjunum þannig að ég sé alveg fyrir mér að þeir væru til í þetta líka.“
Flóttamenn Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent