Golf

Axel tryggði sér keppnisrétt á Nordic League mótaröðinni

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Axel Bóasson, kylfingur úr GK.
Axel Bóasson, kylfingur úr GK. Mynd/gsimyndir.net
Axel Bóasson, kylfingur úr Golfklúbbnum Keili og ríkjandi Íslandsmeistari í holukeppni, tryggði sér keppnisrétt á Nordic League mótaröðinni í golfi í gær en Axel lenti í 23. sæti á lokaúrtökumótinu í Danmörku í gær.

Um er að ræða þriðju sterkustu atvinnumannamótaröð Evrópu en ásamt Axeli lék Ólafur Björn Loftsson á mótinu og endaði í 49. sæti. Tryggði hann sér takmarkaðan þátttökurétt á mótaröðinni á næsta ári.

Axel lék lokahringinn í gær á 68 höggum, fjórum höggum undir pari en hann var á einu höggi yfir pari fyrir daginn.

Fékk Axel fjóra fugla á hringnum og tapaði ekki höggi en Ólafur tapaði þremur höggum eftir að hafa leikið á tveimur höggum undir pari fyrstu tvo hringina.

Axel verður því með fullan keppnisrétt á mótaröðinni á næsta ári en Ólafur Björn verður með takmarkaðann keppnisrétt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×