Golf

Ólafía Þórunn komst á lokaúrtökumótið fyrir Evrópumótaröðina

Kristinn Páll TEitsson skrifar
Ólafía Þórunn.
Ólafía Þórunn. Vísir/DAníel
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr Golfklúbb Reykjavíkur, endaði í 14. sæti á stigalistanum á LETAS-mótaröðinni í golfi og fékk fyrir vikið þátttökurétt á lokaúrtökumótinu fyrir LET-mótaröðina.

LETAS-mótaröðin er næst sterkasta atvinnumannamótaröð kvenna í Evrópu en 20 efstu kylfingarnir í lok hvers tímabils fá þátttökurétt á úrtökumótinu fyrir LET-mótaröðina, þá sterkustu í Evrópu.

Ólafía lenti í 10-14. sæti á lokamótinu og tryggði sér með því þátttökurétt á mótinu en þetta var fyrsta tímabil Ólafíu á mótaröðinni.

Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni sem lenti í 8. sæti á lokamótinu á Englandi í gær endaði tímabilið í 23. sæti á stigalistanum.

Kom fram á golf.is í gær að allar líkur eru á því að hún fái þátttökurétt á lokaúrtökumótinu þar sem fjórir af efstu 20 kylfingunum höfðu þegar tryggt sér sæti á lokaúrtökumótinu.

Verða því að öllum líkindum tveir íslenskir kylfingar sem taka þátt í lokaúrtökumótinu fyrir LET-mótaröðina en aðeins einum íslenskum kylfingi hefur tekist að tryggja sér keppnisrétt á þessari sterkustu mótaröð Evrópu, Ólöfu Maríu Jónsdóttir úr Keili árið 2004.


Tengdar fréttir

Ólafía Þórunn efst eftir fyrsta daginn á lokamótinu

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni eru í góðri stöðu eftir fyrsta keppnisdaginn á lokamóti tímabilsins á LETAS atvinnumótaröðinni í golfi. Ólafía lék á 68 höggum eða fjórum höggum undir pari og er hún í efsta sæti. Valdís Þóra lék á pari vallar eða 72 höggum og er hún 10. til 14. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×