„Staða vaxtaokurs og verðtryggingar er algjörlega óviðunandi“ Heimir Már Pétursson skrifar 25. október 2015 12:44 Forsætisráðherra segir ekki eðlilegt að bankar rukki nokkurra prósenta vexti ofan á verðtryggingu. Vísir/Ernir Forsætisráðherra segir eitt af stóru vandamálunum sem eigi eftir að leysa séu okurvextir bankanna sem leggi fleiri prósenta vexti ofan á verðtryggingu. Þetta sé órökrétt staða. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í þættinum á Sprengisandi hjá Sigurjóni M. Egilssyni í morgun að ríkisstjórninni hefði tekist að leysa mörg vandamál að mestu leyti en eftir væri að leysa úr þeim vanda sem hann kallaði okurvexti á íslandi.Óskiljanlegir vextir „Þessi staða vaxtaokurs og verðtryggingar er algjörlega óviðunandi,“ sagði Sigmundur Davíð. „Tökum sem dæmi verðtryggðu lánin. Að menn skuli vera með fleiri fleiri prósentustig ofan á verðtrygginguna.“ Þetta væri óskiljanlegt því verðtryggingunni væri ætlað að tryggja að sömu verðmæti kæmu til baka til þeirra sem lánuðu fjármagn. „Þá geta menn varla gert ráð fyrir nema kannski eins til tveggja prósenta vöxtum ofan á það en að það skuli vera fleiri fleiri prósentustig ofan á verðtryggingu er algjörlega óviðunandi og óskiljanlegt,“ sagði forsætisráðherrann.Óverðtryggðu vextirnir líka of háir Þá séu óverðtryggðir vextir einnig allt of háir á Íslandi. Menn beri fyrir sig að efnahagsástandið á íslandi sé svo sveiflukennt t.d. vegna þess hvað samið sé um miklar launahækkanir og það megi að hluta til sanns vegar færa þegar samið sé um 30 prósent launahækkanir og vinnumarkaðsmótelið sé miklu stöðugra og líklegra til að halda niðri vöxtum á hinum Norðurlöndunum. „En þetta samt réttlætir ekki þá vexti sem menn hafa búið við, meðal annars hérna undanfarin tvö-þrjú ár, þar sem verðbólga hefur haldist undir verðbólgumarkmiði seðlabankans,“ sagði hann. Þess vegna þurfi að taka mið af þessu ástandi þegar ráðist verði í endurskipulagningu fjármálakerfisins sem nú sé í undirbúningi. Það sé mjög mikilvægt að ljúka þeirri vinnu.Óverjandi staða „Það er ekki hægt að verja það að fjármálastofnanir hér á landi komist upp með að taka svona miklu miklu hærri vexti en annarsstaðar umfram verðbólgu,“ sagði hann. „Í þessu skiptir reyndar máli samt að aðilar vinnumarkaðarins komi með okkur í þetta.“ Þess vegna sé ánægjulegt, sagði forsætisráðherra, að góður gangur virtist kominn í kjaraviðræður við opinbera starfsmenn og sameiginlegum viðræðum aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda um að vinna sameiginlegu markmiði. „Það væri gríðarlega mikils virði fyrir samfélagið ef það takist. Ég fylgist með núna bara á hverjum degi og vona heitt að þetta beri árangur, sem það á að geta gert,“ sagði Sigmundur Davíð á Sprengisandi í morgun.Hlusta á á viðtalið hér að neðan. Alþingi Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Fleiri fréttir Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Sjá meira
Forsætisráðherra segir eitt af stóru vandamálunum sem eigi eftir að leysa séu okurvextir bankanna sem leggi fleiri prósenta vexti ofan á verðtryggingu. Þetta sé órökrétt staða. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í þættinum á Sprengisandi hjá Sigurjóni M. Egilssyni í morgun að ríkisstjórninni hefði tekist að leysa mörg vandamál að mestu leyti en eftir væri að leysa úr þeim vanda sem hann kallaði okurvexti á íslandi.Óskiljanlegir vextir „Þessi staða vaxtaokurs og verðtryggingar er algjörlega óviðunandi,“ sagði Sigmundur Davíð. „Tökum sem dæmi verðtryggðu lánin. Að menn skuli vera með fleiri fleiri prósentustig ofan á verðtrygginguna.“ Þetta væri óskiljanlegt því verðtryggingunni væri ætlað að tryggja að sömu verðmæti kæmu til baka til þeirra sem lánuðu fjármagn. „Þá geta menn varla gert ráð fyrir nema kannski eins til tveggja prósenta vöxtum ofan á það en að það skuli vera fleiri fleiri prósentustig ofan á verðtryggingu er algjörlega óviðunandi og óskiljanlegt,“ sagði forsætisráðherrann.Óverðtryggðu vextirnir líka of háir Þá séu óverðtryggðir vextir einnig allt of háir á Íslandi. Menn beri fyrir sig að efnahagsástandið á íslandi sé svo sveiflukennt t.d. vegna þess hvað samið sé um miklar launahækkanir og það megi að hluta til sanns vegar færa þegar samið sé um 30 prósent launahækkanir og vinnumarkaðsmótelið sé miklu stöðugra og líklegra til að halda niðri vöxtum á hinum Norðurlöndunum. „En þetta samt réttlætir ekki þá vexti sem menn hafa búið við, meðal annars hérna undanfarin tvö-þrjú ár, þar sem verðbólga hefur haldist undir verðbólgumarkmiði seðlabankans,“ sagði hann. Þess vegna þurfi að taka mið af þessu ástandi þegar ráðist verði í endurskipulagningu fjármálakerfisins sem nú sé í undirbúningi. Það sé mjög mikilvægt að ljúka þeirri vinnu.Óverjandi staða „Það er ekki hægt að verja það að fjármálastofnanir hér á landi komist upp með að taka svona miklu miklu hærri vexti en annarsstaðar umfram verðbólgu,“ sagði hann. „Í þessu skiptir reyndar máli samt að aðilar vinnumarkaðarins komi með okkur í þetta.“ Þess vegna sé ánægjulegt, sagði forsætisráðherra, að góður gangur virtist kominn í kjaraviðræður við opinbera starfsmenn og sameiginlegum viðræðum aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda um að vinna sameiginlegu markmiði. „Það væri gríðarlega mikils virði fyrir samfélagið ef það takist. Ég fylgist með núna bara á hverjum degi og vona heitt að þetta beri árangur, sem það á að geta gert,“ sagði Sigmundur Davíð á Sprengisandi í morgun.Hlusta á á viðtalið hér að neðan.
Alþingi Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Fleiri fréttir Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Sjá meira