Körfubolti

Körfuboltakvöld: Hvað er svona viðkvæmt, dómarar?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Strákarnir í Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport tóku fyrir sérstaka uppákomu sem átti sér stað í leik Grindavíkur og Keflavíkur á föstudagskvöldið.

Dómarar leiksins, Leifur Garðarsson, Rögnvaldur Hreiðarsson og Davíð Tómas Tómasson, komu saman í leikhléi og fóru yfir málin.

Það er ekkert óeðlilegt við það en allir þrír héldu fyrir munninn þegar þeir töluðu.

„Við erum auðvitað mjög sterkir í varalestri,“ gantaðist Hermann Hauksson. „Þeir hafa séð þetta einhversstaðar og ákveðið að gera þetta líka.“

„Hvaða rugl er þetta? Hættu þessu kjæftæði! Í alvöru talað,“ bætti Fannar Ólafsson við og Kjartan Atli lagði líka orð í belg:

„Hvað er svona viðkvæmt sem við megum ekki vita?“

Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×