Fertugur á tímamótum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 30. desember 2015 23:15 Tiger Woods. vísir/getty Tiger Woods fagnar fertugsafmælinu sínu í dag en afmælisdagarnir hafa örugglega oft verið betri hjá Tiger. Hann er meiddur, hefur ekki unnið risamót síðan 2008 og framtíðin er í raun óljós. Hvenær hann getur byrjað að spila og hvort að líkaminn muni hreinlega þola meira golf eftir allt sem á undan er gengið. Tiger er búinn að vinna 14 risamót á ferlinum og hefur verið að elta met Jack Niclaus sem vann 18 risamót. Lengi vel virtist það vera formsatriði fyrir Tiger að ná þessu meti en svo gaf á bátinn. Tiger náði sér á strik árið 2013 þar sem hann vann fimm mót á PGA-mótaröðinni. Sigur á risamóti kom þó ekki og ári síðar fór bakið á honum. Aðgerð beið hans og hann hefur ekki verið sami maður síðan. Tveimur skurðagerðum síðar er ómögulegt að spá í hvort Tiger muni ná flugi á nýjan leik. Það er enginn að spá í því núna hvort hann vinni fleiri risamót heldur spá menn í það hvort hann verði í standi til að spila áfram meðal þeirra bestu. Kylfingurinn hefur sjálfur gefið það út að hann muni ekki leggja líkamann í hættu. Hann vilji geta leikið við börnin sín. Það gangi fyrir. Frá árinu 1965 hafa kylfingar yfir fertugt aðeins unnið 18 af 204 risamótum. Woods var líka að elta metið yfir flesta sigra á risamótum og hann er í dag þrem sigrum á eftir Sam Snead. Það verður örugglega ljóst á árinu 2016 hvort Tiger eigi raunhæfan möguleika á því að elta þessi stóru met eitthvað lengur. Golf Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods fagnar fertugsafmælinu sínu í dag en afmælisdagarnir hafa örugglega oft verið betri hjá Tiger. Hann er meiddur, hefur ekki unnið risamót síðan 2008 og framtíðin er í raun óljós. Hvenær hann getur byrjað að spila og hvort að líkaminn muni hreinlega þola meira golf eftir allt sem á undan er gengið. Tiger er búinn að vinna 14 risamót á ferlinum og hefur verið að elta met Jack Niclaus sem vann 18 risamót. Lengi vel virtist það vera formsatriði fyrir Tiger að ná þessu meti en svo gaf á bátinn. Tiger náði sér á strik árið 2013 þar sem hann vann fimm mót á PGA-mótaröðinni. Sigur á risamóti kom þó ekki og ári síðar fór bakið á honum. Aðgerð beið hans og hann hefur ekki verið sami maður síðan. Tveimur skurðagerðum síðar er ómögulegt að spá í hvort Tiger muni ná flugi á nýjan leik. Það er enginn að spá í því núna hvort hann vinni fleiri risamót heldur spá menn í það hvort hann verði í standi til að spila áfram meðal þeirra bestu. Kylfingurinn hefur sjálfur gefið það út að hann muni ekki leggja líkamann í hættu. Hann vilji geta leikið við börnin sín. Það gangi fyrir. Frá árinu 1965 hafa kylfingar yfir fertugt aðeins unnið 18 af 204 risamótum. Woods var líka að elta metið yfir flesta sigra á risamótum og hann er í dag þrem sigrum á eftir Sam Snead. Það verður örugglega ljóst á árinu 2016 hvort Tiger eigi raunhæfan möguleika á því að elta þessi stóru met eitthvað lengur.
Golf Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira