Innlent

Koma til móts við þolendur

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Ráðuneytið styrkir geðsvið FSA um 10 milljónir.
Ráðuneytið styrkir geðsvið FSA um 10 milljónir. Mynd/Velferðarráðuneytið
Velferðarráðuneytið styrkir geðsvið Sjúkrahússins á Akureyri um 10 milljónir króna og starfsaðstöðu sálfræðings, samkvæmt samkomulagi sem Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra og Bjarni Jónasson, forstjóri sjúkrahússins á Akureyri, skrifuðu undir fyrir helgi.

Markmiðið er sagt að aðstoða í auknum mæli þolendur ofbeldis. Skrifað var undir í Seli, dag- og göngudeild geðsviðs sjúkrahússins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×