Að reka konur Guðmundur Andri Thorsson skrifar 13. júlí 2015 07:00 Maður á helst ekki að reka fólk þegar maður hefur mannaforráð. Og helst ekki konur – og alls ekki þær eldri. Kúnstin hjá góðum stjórnanda er að nýta sér þá þekkingu sem í fyrirtækinu er og laða fram nýja og óvænta eiginleika hjá fólki sem lengi hefur fengist við það sama, fá nýtt sem lærir af því eldra og veitir því innblástur en ekki henda þeim útbyrðis sem eldri eru. Það eru ekki góðir eða viturlegir stjórnunarhættir að losa sig við reynslu og þekkingu en sækjast eftir reynsluleysi og vanþekkingu.Alls konar konur Við þurfum að sjá fleiri konur í fjölmiðlum. Alls konar konur með alls konar raddir, alls konar útlit, alls konar stíl í fasi, klæðaburði og orðum. Þær þurfa að hafa alls konar menntun og vera með alls konar bakgrunn og alls konar skapsmuni en þær þurfa ekki að hafa sérstakt útlit og þær þurfa ekki heldur að vera gallalausar. En við þurfum konur sem hafa eitthvað fram að færa. Við þurfum að sjá konur sem eru á öllum aldri – og ekki endilega sem fyrirmyndir eða táknmyndir eða einhvers konar myndir heldur sem starfandi og skapandi afl. Það er gott að fullorðnar konur hafi náðarvald – en samfélagið þarf konur með annars konar vald líka. Burt með þetta kynjastrokleður! Það er brýnt að nú taki að linna þessari áráttu að láta konur hverfa úr sviðsljósinu þegar þær öðlast þroska. Við þurfum að gera okkur grein fyrir þessari hvimleiðu áráttu og við þurfum beinlínis að vinna gegn henni. Markvisst. Við þurfum að að sjá fleiri fullorðnar konur, miðaldra konur, rosknar konur í sjónvarpinu: þær þurfa að sjást í fréttum og fréttatengdum þáttum, í umræðuþáttum, í leiknu efni, í þáttum þar sem sýnt er frá lífinu í landinu, í grínþáttum og í auglýsingum öðruvísi en hin milda og algóða amma. Og við þurfum fleiri konur í útvarpið: Við þurfum að heyra raddir þeirra og nálgun, efnistök þeirra og viðhorf. Miðaldra konur hugsa öðruvísi en ungar konur og gamlar konur hugsa öðruvísi en miðaldra konur. Við þurfum að heyra í þeim öllum og sjá þær allar: samfélagið þarf á því að halda. Þegar maður er karlmaður í stjórnunarstöðu, og kannski ekki alveg klár á sinni stöðu og þekkingu á því sem maður stjórnar, þá á maður ekki að láta til sín taka með því að reka konur sem unnið hafa á staðnum í mörg ár. Þær sjá að vísu næstum því örugglega í gegnum mann, sem getur kannski verið óþægilegt – og það kann líka að vera óþægilegt að vita af því innst inni að sennilega ættu þær að sitja í stjórnunarstöðunni sem maður sjálfur er í, og gerðu það ef ekki væri fyrir íslenska bræðralagið, flokksræðið og skólaklíkurnar – en í rauninni er sá maður lánsamur sem hefur slíkar konur að vinna með.Brottrekstur á Rás eitt Á dögunum voru tvær reyndar og snjallar útvarpskonur, Hanna G. Sigurðardóttir og Sigríður Stephensen, reknar frá Ríkisútvarpinu eftir langt og farsælt starf af Þresti Helgasyni, tiltölulega nýráðnum dagskrárstjóra Rásar eitt á RÚV. Hann hefur ekki rökstutt brottreksturinn en sagði einhvers staðar að hann gæti ekki tjáð sig um málefni einstakra starfsmanna; gefur þar með til kynna tillitsemi við þær brottreknu, lætur liggja að því að eitthvað kunni að vera við störf þeirra að athuga – sem ekkert bendir til að sé satt. Maður á ekki að reka fólk nema það geri eitthvað af sér eða standi sig illa; það er ekki dyggð að reka fólk. Það er bara vitleysa úr stjórnunarfræðum. Menningarstofnun eins og RÚV þarf á kjölfestu að halda, ekki síst þegar hún býr við sífellt ónæði frá pólitíkusum og hlaupatíkum þeirra. Það þarf að vera viss samfella í starfsemi slíkrar stofnunar fremur en kollsteypur sem fylgja dyntum nýrra stjórnenda hverju sinni sem vanhæfir stjórnmálamenn senda þangað inn eins og einhver prívat-tundurskeyti. Einhvern veginn stóð maður í þeirri meiningu að meiri festa og friður myndi ríkja um Ríkisútvarpið nú í tíð núverandi menntamálaráðherra og útvarpsstjóra, sem mörg okkar bundu vonir við að ætlaði að gera veg þessarar dýrmætu menningarstofnunar meiri en hann hefur verið að undanförnu. Og einhvern veginn hélt maður að Þröstur Helgason myndi ekki þurfa að láta til sín taka með svona stjórnunarháttum. Hanna og Sigríður eru útvarpsmenn af guðs náð, og má til dæmis minna á afbragðsþætti þeirra um tónlistarsögu 20. aldarinnar fyrir nokkrum árum, sem núverandi dagskrárstjóri gerði rétt í að hlusta á til að heyra hvernig farið er að því að búa til gott útvarp. Sé skýringin á brottrekstri þeirra fjárskortur vegna þess að stjórnvöld svíkjast ævinlega um að láta lögbundið útvarpsgjald renna til stofnunarinnar er rétt að segja það eins og það er. Sé skýringin önnur mætti hún koma fram, því að þær eru hvor með sínum hætti fyrir löngu orðnar að heimilisvinum þúsunda einstaklinga og ekki einkamál Þrastar Helgasonar hvaða ástæður hann hefur fyrir svo afdrifaríkri ákvörðun. Þegar þær eru reknar hverfur enn þekking og reynsla og kvarnast úr sameiginlegu minni stofnunarinnar sem raunar er réttlætingin fyrir tilveru hennar: samhengið í íslenskri menningu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun
Maður á helst ekki að reka fólk þegar maður hefur mannaforráð. Og helst ekki konur – og alls ekki þær eldri. Kúnstin hjá góðum stjórnanda er að nýta sér þá þekkingu sem í fyrirtækinu er og laða fram nýja og óvænta eiginleika hjá fólki sem lengi hefur fengist við það sama, fá nýtt sem lærir af því eldra og veitir því innblástur en ekki henda þeim útbyrðis sem eldri eru. Það eru ekki góðir eða viturlegir stjórnunarhættir að losa sig við reynslu og þekkingu en sækjast eftir reynsluleysi og vanþekkingu.Alls konar konur Við þurfum að sjá fleiri konur í fjölmiðlum. Alls konar konur með alls konar raddir, alls konar útlit, alls konar stíl í fasi, klæðaburði og orðum. Þær þurfa að hafa alls konar menntun og vera með alls konar bakgrunn og alls konar skapsmuni en þær þurfa ekki að hafa sérstakt útlit og þær þurfa ekki heldur að vera gallalausar. En við þurfum konur sem hafa eitthvað fram að færa. Við þurfum að sjá konur sem eru á öllum aldri – og ekki endilega sem fyrirmyndir eða táknmyndir eða einhvers konar myndir heldur sem starfandi og skapandi afl. Það er gott að fullorðnar konur hafi náðarvald – en samfélagið þarf konur með annars konar vald líka. Burt með þetta kynjastrokleður! Það er brýnt að nú taki að linna þessari áráttu að láta konur hverfa úr sviðsljósinu þegar þær öðlast þroska. Við þurfum að gera okkur grein fyrir þessari hvimleiðu áráttu og við þurfum beinlínis að vinna gegn henni. Markvisst. Við þurfum að að sjá fleiri fullorðnar konur, miðaldra konur, rosknar konur í sjónvarpinu: þær þurfa að sjást í fréttum og fréttatengdum þáttum, í umræðuþáttum, í leiknu efni, í þáttum þar sem sýnt er frá lífinu í landinu, í grínþáttum og í auglýsingum öðruvísi en hin milda og algóða amma. Og við þurfum fleiri konur í útvarpið: Við þurfum að heyra raddir þeirra og nálgun, efnistök þeirra og viðhorf. Miðaldra konur hugsa öðruvísi en ungar konur og gamlar konur hugsa öðruvísi en miðaldra konur. Við þurfum að heyra í þeim öllum og sjá þær allar: samfélagið þarf á því að halda. Þegar maður er karlmaður í stjórnunarstöðu, og kannski ekki alveg klár á sinni stöðu og þekkingu á því sem maður stjórnar, þá á maður ekki að láta til sín taka með því að reka konur sem unnið hafa á staðnum í mörg ár. Þær sjá að vísu næstum því örugglega í gegnum mann, sem getur kannski verið óþægilegt – og það kann líka að vera óþægilegt að vita af því innst inni að sennilega ættu þær að sitja í stjórnunarstöðunni sem maður sjálfur er í, og gerðu það ef ekki væri fyrir íslenska bræðralagið, flokksræðið og skólaklíkurnar – en í rauninni er sá maður lánsamur sem hefur slíkar konur að vinna með.Brottrekstur á Rás eitt Á dögunum voru tvær reyndar og snjallar útvarpskonur, Hanna G. Sigurðardóttir og Sigríður Stephensen, reknar frá Ríkisútvarpinu eftir langt og farsælt starf af Þresti Helgasyni, tiltölulega nýráðnum dagskrárstjóra Rásar eitt á RÚV. Hann hefur ekki rökstutt brottreksturinn en sagði einhvers staðar að hann gæti ekki tjáð sig um málefni einstakra starfsmanna; gefur þar með til kynna tillitsemi við þær brottreknu, lætur liggja að því að eitthvað kunni að vera við störf þeirra að athuga – sem ekkert bendir til að sé satt. Maður á ekki að reka fólk nema það geri eitthvað af sér eða standi sig illa; það er ekki dyggð að reka fólk. Það er bara vitleysa úr stjórnunarfræðum. Menningarstofnun eins og RÚV þarf á kjölfestu að halda, ekki síst þegar hún býr við sífellt ónæði frá pólitíkusum og hlaupatíkum þeirra. Það þarf að vera viss samfella í starfsemi slíkrar stofnunar fremur en kollsteypur sem fylgja dyntum nýrra stjórnenda hverju sinni sem vanhæfir stjórnmálamenn senda þangað inn eins og einhver prívat-tundurskeyti. Einhvern veginn stóð maður í þeirri meiningu að meiri festa og friður myndi ríkja um Ríkisútvarpið nú í tíð núverandi menntamálaráðherra og útvarpsstjóra, sem mörg okkar bundu vonir við að ætlaði að gera veg þessarar dýrmætu menningarstofnunar meiri en hann hefur verið að undanförnu. Og einhvern veginn hélt maður að Þröstur Helgason myndi ekki þurfa að láta til sín taka með svona stjórnunarháttum. Hanna og Sigríður eru útvarpsmenn af guðs náð, og má til dæmis minna á afbragðsþætti þeirra um tónlistarsögu 20. aldarinnar fyrir nokkrum árum, sem núverandi dagskrárstjóri gerði rétt í að hlusta á til að heyra hvernig farið er að því að búa til gott útvarp. Sé skýringin á brottrekstri þeirra fjárskortur vegna þess að stjórnvöld svíkjast ævinlega um að láta lögbundið útvarpsgjald renna til stofnunarinnar er rétt að segja það eins og það er. Sé skýringin önnur mætti hún koma fram, því að þær eru hvor með sínum hætti fyrir löngu orðnar að heimilisvinum þúsunda einstaklinga og ekki einkamál Þrastar Helgasonar hvaða ástæður hann hefur fyrir svo afdrifaríkri ákvörðun. Þegar þær eru reknar hverfur enn þekking og reynsla og kvarnast úr sameiginlegu minni stofnunarinnar sem raunar er réttlætingin fyrir tilveru hennar: samhengið í íslenskri menningu.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun