Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison og Björk Davíðsdóttir skrifa 4. maí 2022 07:31 Umræðunni um einstaklinga sem glíma við fíknisjúkdóma hættir til að verða afar neikvæð gagnvart þeim sem um ræðir. Fyrst og fremst eru þetta einstaklingar sem eiga jafnan tilverurétt í samfélaginu líkt og aðrir. Það er samfélagslegt álitamál að einstaklingur megi ekki neyta vímuefna nema innan ákveðins ramma sem samþykktur er af samfélaginu. Einstaklingurinn sem samfélagið vill ekki hafa í garðinum hjá sér, er jafnan kallaður „þetta“. Sá aðili á ástvini, fjölskyldu, jafnvel börn og hefur jafnvel stundað nám og átt áhugamál. Ýmissa hluta vegna þróar sá aðili með sér mjög alvarlegan fíknsjúkdóm og fjölskyldan situr eftir í heljargreipum því það er litla hjálpa að fá, bæði eru langir biðlistar og lítið af úrræðum til ásamt útbreiddri fáfræði og fordómum. Til að koma með dæmi til samanburðar, væri hægt að líkja þessum þunga vanda sem að fíknisjúkdómurinn er, við einstakling sem greinst hefur með krabbamein á lokastigi. Krabbameinið er sjáanlegt á mynd, þar af leiðandi er hægt að fá meðferð við því eins fljótt og það greinist. Einstaklingur með krabbamein fær lyfjameðferð á spítala og stuðning frá fjölskyldu og vinum, jafnvel söfnunum á Facebook. Það er samfélagslega samþykktur sjúkdómur. Hvað ef það væri hægt að taka mynd af fíknisjúkdómi? Myndu sömu mannréttindi gilda fyrir þann einstakling? Hér í Hafnarfirði er haldið á lofti umræðu um sterkari fjárhagsstöðu í bæjarfélaginu og meiri uppbyggingu, inni í þessari uppbyggingu ætti þá að vera gert ráð fyrir hópum sem tilheyra öllum stéttum samfélagsins. Í sömu umræðu er talað um að Hafnarfjörður sé bær fólksins. Hins vegar er staðreyndin sú að biðin eftir félagslegum úrræðum lengist, ásamt því að samstarf við Laufey, nærþjónusta fíknimeðferðar sem þjónustar fólk sem glímir við bæði alvarlegan fíkni- og geðvanda er ábótavant. Reykjavíkurborg er bæði með VoR Teymi og Housing First, ásamt því að vera með öruggt skjól fyrir konur og karla sem eiga engin hús að vernda - Konukot og Gistiskýlin. Hvar er gert ráð fyrir þessum úrræðum hjá Hafnarfjarðarbæ? Í lokaverkefni sem skrifað var af tveim nemendum við Háskóla Íslands um Neyslurými, af hverju og hvernig? kemur fram að mannréttindi eru ekki forréttindi og einstaklingar sem nota vímuefni hafa hvorki fyrirgert mannréttindum sínum né þeim rétti að lifa við bestu mögulegu heilsu miðað við aðstæður. Það eru ekki forréttindi að vera til, fá húsnæði og mat, það eru mannréttindi. Fólk með fíknisjúkdóm virðist þurfa að berjast fyrir því að vera til dag frá degi. Einstaklingar með fíknisjúkdóma eru oft með andlegt mein sem þeir deyfa með vímugjöfum. Ætlum við sem samfélag að neita þeim um lágmarks sjúkraþjónustu, húsaskjól og hlýju? Myndir þú sem einstaklingur neita krabbameinssjúklingi um sömu þjónustu og útskúfa hann algjörlega úr venjulegu samfélagi líkt og ef um einstakling með fíknisjúkdóm væri að ræða? Þegar litið er yfir kosningaloforð flokka í Hafnarfjarðarbæ, þá er sorglegt að sjá að málefni jaðarsetts fólks eru ekki ofarlega á baugi. Einstaklingurinn skiptir okkur Vinstri Græn máli. Við viljum ganga lengra í félags- og velferðarmálum og sýna fram á það að þó svo andleg veikindi hrjái einstakling að þá getum við sem samfélag hjálpað honum að standa aftur upp. Bryndís Rós Morrison er í stjórn SÁÁ og skipar 5.sæti á lista VG Hafnarfirði og Björk Davíðsdóttir er fangavörður og skipar 12.sæti á lista VG í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Hafnarfjörður Vinstri græn Fíkn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
Umræðunni um einstaklinga sem glíma við fíknisjúkdóma hættir til að verða afar neikvæð gagnvart þeim sem um ræðir. Fyrst og fremst eru þetta einstaklingar sem eiga jafnan tilverurétt í samfélaginu líkt og aðrir. Það er samfélagslegt álitamál að einstaklingur megi ekki neyta vímuefna nema innan ákveðins ramma sem samþykktur er af samfélaginu. Einstaklingurinn sem samfélagið vill ekki hafa í garðinum hjá sér, er jafnan kallaður „þetta“. Sá aðili á ástvini, fjölskyldu, jafnvel börn og hefur jafnvel stundað nám og átt áhugamál. Ýmissa hluta vegna þróar sá aðili með sér mjög alvarlegan fíknsjúkdóm og fjölskyldan situr eftir í heljargreipum því það er litla hjálpa að fá, bæði eru langir biðlistar og lítið af úrræðum til ásamt útbreiddri fáfræði og fordómum. Til að koma með dæmi til samanburðar, væri hægt að líkja þessum þunga vanda sem að fíknisjúkdómurinn er, við einstakling sem greinst hefur með krabbamein á lokastigi. Krabbameinið er sjáanlegt á mynd, þar af leiðandi er hægt að fá meðferð við því eins fljótt og það greinist. Einstaklingur með krabbamein fær lyfjameðferð á spítala og stuðning frá fjölskyldu og vinum, jafnvel söfnunum á Facebook. Það er samfélagslega samþykktur sjúkdómur. Hvað ef það væri hægt að taka mynd af fíknisjúkdómi? Myndu sömu mannréttindi gilda fyrir þann einstakling? Hér í Hafnarfirði er haldið á lofti umræðu um sterkari fjárhagsstöðu í bæjarfélaginu og meiri uppbyggingu, inni í þessari uppbyggingu ætti þá að vera gert ráð fyrir hópum sem tilheyra öllum stéttum samfélagsins. Í sömu umræðu er talað um að Hafnarfjörður sé bær fólksins. Hins vegar er staðreyndin sú að biðin eftir félagslegum úrræðum lengist, ásamt því að samstarf við Laufey, nærþjónusta fíknimeðferðar sem þjónustar fólk sem glímir við bæði alvarlegan fíkni- og geðvanda er ábótavant. Reykjavíkurborg er bæði með VoR Teymi og Housing First, ásamt því að vera með öruggt skjól fyrir konur og karla sem eiga engin hús að vernda - Konukot og Gistiskýlin. Hvar er gert ráð fyrir þessum úrræðum hjá Hafnarfjarðarbæ? Í lokaverkefni sem skrifað var af tveim nemendum við Háskóla Íslands um Neyslurými, af hverju og hvernig? kemur fram að mannréttindi eru ekki forréttindi og einstaklingar sem nota vímuefni hafa hvorki fyrirgert mannréttindum sínum né þeim rétti að lifa við bestu mögulegu heilsu miðað við aðstæður. Það eru ekki forréttindi að vera til, fá húsnæði og mat, það eru mannréttindi. Fólk með fíknisjúkdóm virðist þurfa að berjast fyrir því að vera til dag frá degi. Einstaklingar með fíknisjúkdóma eru oft með andlegt mein sem þeir deyfa með vímugjöfum. Ætlum við sem samfélag að neita þeim um lágmarks sjúkraþjónustu, húsaskjól og hlýju? Myndir þú sem einstaklingur neita krabbameinssjúklingi um sömu þjónustu og útskúfa hann algjörlega úr venjulegu samfélagi líkt og ef um einstakling með fíknisjúkdóm væri að ræða? Þegar litið er yfir kosningaloforð flokka í Hafnarfjarðarbæ, þá er sorglegt að sjá að málefni jaðarsetts fólks eru ekki ofarlega á baugi. Einstaklingurinn skiptir okkur Vinstri Græn máli. Við viljum ganga lengra í félags- og velferðarmálum og sýna fram á það að þó svo andleg veikindi hrjái einstakling að þá getum við sem samfélag hjálpað honum að standa aftur upp. Bryndís Rós Morrison er í stjórn SÁÁ og skipar 5.sæti á lista VG Hafnarfirði og Björk Davíðsdóttir er fangavörður og skipar 12.sæti á lista VG í Hafnarfirði.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun