Púttin munu ráða úrslitum á Garðavelli um helgina Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. júlí 2015 07:00 Kylfingarnir sýndu listir sínar í gær þegar þeir slógu af Selfossi við Reykjavíkurhöfn á litla eyju sem búið var að koma fyrir úti á hafi, með misgóðum árangri. Hér slær Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. vísir/valli Það má búast við galopnu Íslandsmóti í höggleik á Garðavelli á Akranesi en mótið hefst í dag og lýkur á sunnudag. Þetta er í 74. sinn sem Íslandsmótið í höggleik er haldið og fer það nú fram á Garðavelli í annað sinn. Allir okkar sterkustu kylfingar eru með fyrir utan Birgi Leif Hafþórsson sem valdi frekar að spila á sterku móti í Áskorendamótaröð Evrópu í Frakklandi um helgina. „Hann hefur líklega aldrei spilað betur á ferlinum en nú,“ sagði landsliðsþjálfarinn Úlfar Jónsson sem styður ákvörðun Birgis Leifs. „Það er um að gera fyrir hann að taka þátt í jafn sterku móti og þessu.“ Birgir Leifur hefur, rétt eins og Úlfar og Björgvin Þorsteinsson, unnið sex Íslandsmeistaratitla en þarf að bíða eftir þeim sjöunda. Úlfar getur reyndar aftur tekið fram úr þeim Birgi Leifi og Björgvini með sigri um helgina. „Ég hef reyndar ekki miklar væntingar til þess en það er gaman að vera með. Völlurinn er flottur,“ sagði Úlfar í léttum dúr.Ólafur Björn Loftsson reynir að hitta eyjuna á hafinu.vísir/valliAtvinnukylfingarnir með Atvinnukylfingarnir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir taka þátt í mótinu en þær hafa staðið sig vel á LET Access-mótaröðinni í Evrópu í sumar. Ólafía Þórunn er ríkjandi meistari og á sínu fyrsta ári í atvinnumennskunni. Hún segir að því fylgi líklega meiri pressa að keppa á Íslandsmótinu sem atvinnumaður en áhugakylfingur. „Ég er mjög ánægð með sumarið. Þetta hefur verið mikil og góð reynsla fyrir mig,“ segir hún. „Ég hef lært mikið um hvernig maður á að hugsa úti á vellinum sjálfum og fyrir mót. Vonandi held ég áfram að bæta mig í því.“ Hún á von á harðri baráttu enda alls sex keppendur á mótinu sem hafa orðið Íslandsmeistarar áður. „Ég á von á því að skorið verði mjög gott,“ segir hún. Guðrún Brá Björgvinsdóttir á skráða lægstu forgjöf allra keppenda í kvennaflokki [-1,5] en á þó enn eftir að vinna Íslandsmeistaratitilinn. „Ég hef stefnt að því að vinna þetta mót í mörg ár. Það er draumurinn að verða Íslandsmeistari,“ segir Guðrún Brá. „Ég held að þetta muni ráðast af púttunum og ég á ágæta möguleika í þeirri baráttu. Ég mun spila til sigurs eins og í öllum mótum,“ segir hún. Reikna má með því að Heiða Guðnadóttir, sem hefur heldur ekki orðið Íslandsmeistari á sínum ferli, blandi sér einnig í baráttuna af fullum krafti en hún varð Íslandsmeistari í holukeppni fyrr í sumar og er efst að loknum fjórum af sex mótum Eimskipsmótaraðarinnar.vísir/andri marinóNálgast markmið sín Keppni verður einnig hörð í karlaflokki. Kristján Þór Einarsson er efstur á stigalistanum á Eimskipsmótaröðinni og vann gull á Smáþjóðaleikunum með miklum yfirburðum. Axel Bóasson vann hins vegar langþráðan Íslandsmeistaratitil í höggleik og mætir með til leiks með fullt sjálfstraust. „Ég er hægt og rólega að nálgast mín markmið eftir að gengið í byrjun sumars var upp og ofan,“ segir Axel. „En það er frábært að sjá hversu margir sterkir kylfingar eru með og eiga möguleika í ár. Við viljum hafa það þannig.“ Golf Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Það má búast við galopnu Íslandsmóti í höggleik á Garðavelli á Akranesi en mótið hefst í dag og lýkur á sunnudag. Þetta er í 74. sinn sem Íslandsmótið í höggleik er haldið og fer það nú fram á Garðavelli í annað sinn. Allir okkar sterkustu kylfingar eru með fyrir utan Birgi Leif Hafþórsson sem valdi frekar að spila á sterku móti í Áskorendamótaröð Evrópu í Frakklandi um helgina. „Hann hefur líklega aldrei spilað betur á ferlinum en nú,“ sagði landsliðsþjálfarinn Úlfar Jónsson sem styður ákvörðun Birgis Leifs. „Það er um að gera fyrir hann að taka þátt í jafn sterku móti og þessu.“ Birgir Leifur hefur, rétt eins og Úlfar og Björgvin Þorsteinsson, unnið sex Íslandsmeistaratitla en þarf að bíða eftir þeim sjöunda. Úlfar getur reyndar aftur tekið fram úr þeim Birgi Leifi og Björgvini með sigri um helgina. „Ég hef reyndar ekki miklar væntingar til þess en það er gaman að vera með. Völlurinn er flottur,“ sagði Úlfar í léttum dúr.Ólafur Björn Loftsson reynir að hitta eyjuna á hafinu.vísir/valliAtvinnukylfingarnir með Atvinnukylfingarnir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir taka þátt í mótinu en þær hafa staðið sig vel á LET Access-mótaröðinni í Evrópu í sumar. Ólafía Þórunn er ríkjandi meistari og á sínu fyrsta ári í atvinnumennskunni. Hún segir að því fylgi líklega meiri pressa að keppa á Íslandsmótinu sem atvinnumaður en áhugakylfingur. „Ég er mjög ánægð með sumarið. Þetta hefur verið mikil og góð reynsla fyrir mig,“ segir hún. „Ég hef lært mikið um hvernig maður á að hugsa úti á vellinum sjálfum og fyrir mót. Vonandi held ég áfram að bæta mig í því.“ Hún á von á harðri baráttu enda alls sex keppendur á mótinu sem hafa orðið Íslandsmeistarar áður. „Ég á von á því að skorið verði mjög gott,“ segir hún. Guðrún Brá Björgvinsdóttir á skráða lægstu forgjöf allra keppenda í kvennaflokki [-1,5] en á þó enn eftir að vinna Íslandsmeistaratitilinn. „Ég hef stefnt að því að vinna þetta mót í mörg ár. Það er draumurinn að verða Íslandsmeistari,“ segir Guðrún Brá. „Ég held að þetta muni ráðast af púttunum og ég á ágæta möguleika í þeirri baráttu. Ég mun spila til sigurs eins og í öllum mótum,“ segir hún. Reikna má með því að Heiða Guðnadóttir, sem hefur heldur ekki orðið Íslandsmeistari á sínum ferli, blandi sér einnig í baráttuna af fullum krafti en hún varð Íslandsmeistari í holukeppni fyrr í sumar og er efst að loknum fjórum af sex mótum Eimskipsmótaraðarinnar.vísir/andri marinóNálgast markmið sín Keppni verður einnig hörð í karlaflokki. Kristján Þór Einarsson er efstur á stigalistanum á Eimskipsmótaröðinni og vann gull á Smáþjóðaleikunum með miklum yfirburðum. Axel Bóasson vann hins vegar langþráðan Íslandsmeistaratitil í höggleik og mætir með til leiks með fullt sjálfstraust. „Ég er hægt og rólega að nálgast mín markmið eftir að gengið í byrjun sumars var upp og ofan,“ segir Axel. „En það er frábært að sjá hversu margir sterkir kylfingar eru með og eiga möguleika í ár. Við viljum hafa það þannig.“
Golf Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira