Sjúkraliðar boða allsherjarverkfall Óli Kristján Ármannsson skrifar 15. mars 2016 07:00 Sjúkraliðar hafa þurft að hafa fyrir kjarabótum sínum. Hér talar Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður SLFÍ, á baráttufundi, þegar yfir stóðu verkföll sjúkraliða og fólks í SFR, í kjarabaráttu við ríkið í fyrrahaust. vísir/anton brink Samþykkt hefur verið allsherjarverkfall sjúkraliða hjá sveitarfélögum landsins frá fjórða apríl takist ekki samningar fyrir þann tíma. Undir er þjónusta sjúkraliða um allt landið þar sem sveitarfélög reka öldrunar- og hjúkrunarþjónustu, auk félagsþjónustu sem sjúkraliðar vinna við. Stærstu stofnanirnar sem verkfall myndi ná til eru Síða á Akureyri, Brákarhlíð í Borgarfirði, Höfði á Akranesi og Ísafold í Garðabæ, segir Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands (SLFÍ). Þjónusta í Reykjavík raskast ekki, en borgin semur beint við sína viðsemjendur. Samningur sjúkraliða og Reykjavíkurborgar var undirritaður 16. desember síðastliðinn. Af þeim 180 sem þátt tóku samþykktu 175, eða rúm 97 prósent, verkfallsaðgerðir í kosningu Sjúkraliðafélags Íslands. Niðurstöður kosningarinnar voru birtar í gær. Þrír kusu á móti verkfalli og tveir skiluðu auðu. Tæp 58 prósent félagsmanna tóku þátt í kosningunni. Kristín segir boðaðar aðgerðir fyrst og fremst vegna mikils dráttar sem orðið hafi á samningum. „Samningar okkar voru lausir um leið og allra annarra,“ segir hún. „Allan þann tíma var mjög lengi verið að koma samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga að borðinu.“ Síðan hafi deilunni verið vísað til ríkissáttasemjara. Í gærmorgun segir Kristín að hafi verið tíundi fundurinn í deilunni og enn beri mikið í milli. Tilboð sveitarfélaganna sem samninganefndin hafi hafnað sé langt frá því sem samið hafi verið um annars staðar. „Við gerðum þeim tilboð á móti, en því höfnuðu þau og slitu.“ Varðandi það hvort hún sé bjartsýn á að samningar náist áður en til verkfalls kemur bendir Kristín á að ríkissáttasemjari sé búinn að boða til funda í deilunni strax eftir páska. „Maður verður bara að vera bjartsýnn. Það er ekki ósk nokkurs að þetta lendi í verkföllum.“ Hjá Bandalagi háskólamanna (BHM) er einnig sagður þungur tónn í fólki og verið að íhuga aðgerðir. „Félagsmenn BHM hjá sveitarfélögunum hafa verið samningslausir í rúmt hálft ár en kjaraviðræður við Samband íslenskra sveitarfélaga hafa dregist úr hömlu,“ segir í umfjöllun á vef BHM. „Ef ekki verður gripið í taumana er grunnþjónusta sveitarfélaganna í hættu.“ Kjaramál Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Fleiri fréttir Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sjá meira
Samþykkt hefur verið allsherjarverkfall sjúkraliða hjá sveitarfélögum landsins frá fjórða apríl takist ekki samningar fyrir þann tíma. Undir er þjónusta sjúkraliða um allt landið þar sem sveitarfélög reka öldrunar- og hjúkrunarþjónustu, auk félagsþjónustu sem sjúkraliðar vinna við. Stærstu stofnanirnar sem verkfall myndi ná til eru Síða á Akureyri, Brákarhlíð í Borgarfirði, Höfði á Akranesi og Ísafold í Garðabæ, segir Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands (SLFÍ). Þjónusta í Reykjavík raskast ekki, en borgin semur beint við sína viðsemjendur. Samningur sjúkraliða og Reykjavíkurborgar var undirritaður 16. desember síðastliðinn. Af þeim 180 sem þátt tóku samþykktu 175, eða rúm 97 prósent, verkfallsaðgerðir í kosningu Sjúkraliðafélags Íslands. Niðurstöður kosningarinnar voru birtar í gær. Þrír kusu á móti verkfalli og tveir skiluðu auðu. Tæp 58 prósent félagsmanna tóku þátt í kosningunni. Kristín segir boðaðar aðgerðir fyrst og fremst vegna mikils dráttar sem orðið hafi á samningum. „Samningar okkar voru lausir um leið og allra annarra,“ segir hún. „Allan þann tíma var mjög lengi verið að koma samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga að borðinu.“ Síðan hafi deilunni verið vísað til ríkissáttasemjara. Í gærmorgun segir Kristín að hafi verið tíundi fundurinn í deilunni og enn beri mikið í milli. Tilboð sveitarfélaganna sem samninganefndin hafi hafnað sé langt frá því sem samið hafi verið um annars staðar. „Við gerðum þeim tilboð á móti, en því höfnuðu þau og slitu.“ Varðandi það hvort hún sé bjartsýn á að samningar náist áður en til verkfalls kemur bendir Kristín á að ríkissáttasemjari sé búinn að boða til funda í deilunni strax eftir páska. „Maður verður bara að vera bjartsýnn. Það er ekki ósk nokkurs að þetta lendi í verkföllum.“ Hjá Bandalagi háskólamanna (BHM) er einnig sagður þungur tónn í fólki og verið að íhuga aðgerðir. „Félagsmenn BHM hjá sveitarfélögunum hafa verið samningslausir í rúmt hálft ár en kjaraviðræður við Samband íslenskra sveitarfélaga hafa dregist úr hömlu,“ segir í umfjöllun á vef BHM. „Ef ekki verður gripið í taumana er grunnþjónusta sveitarfélaganna í hættu.“
Kjaramál Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Fleiri fréttir Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sjá meira