Golf

Jason Day krækti í efsta sæti heimslistans með sigri

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Jason Day les hér flötina á WGC-mótinu í gær.
Jason Day les hér flötina á WGC-mótinu í gær. Vísir/Getty
Ástralski kylfingurinn Jason Day stóð uppi sem sigurvegari á heimsmótinu í holukeppni sem lauk í gær í Bandaríkjunum eftir að hafa sigrað Suður-afríska kylfinginn Louis Oosthuizen í úrslitaeinvíginu.

Þetta er í annað skiptið sem Jason Day ber sigur úr býtum á þessu móti en hann endurtók leikinn í gær frá því fyrir tveimur árum.

Þá er þetta önnur helgin í röð sem hann hampar titlinum eftir að hafa sigrað á Arnold Palmer Invitational um síðustu helgi.

Eftir að hafa sigrað Rory McIlroy í undanúrslitum með því að setja niður langt pútt á síðustu holu vallarins hleypti Day andstæðing sínum aldrei inn í einvígið í gær.

Day gerði út um einvígið á 14. holu í gær en með sigrinum skaust hann upp fyrir Jordan Spieth í efsta sæti heimslistans í golfi.

Spieth náði sér aldrei á strik um helgina og datt út í 16-manna úrslitum gegn Oosthuizen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×