Innlent

Ólaunuð vinna skattskyld

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Ungmenni að störfum. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Ungmenni að störfum. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm
Ríkiskattstjóri segir að ólaunuð vinna eða vinna þar sem laun eru eingöngu í formi hlunninda sé skattskyld. Þá þurfa fyrirtæki sem þiggja vinnuframlagið að telja það fram sem skattskylda gjöf.

ASÍ óskaði eftir því að fá ákvarðandi bréf frá Ríkiskattstjóra vegna ólaunaðar vinnnu. Var það gert í tenglsum við átak ASÍ, „Einn réttur – ekkert svindl!, en afstaða ASÍ gagnvart ólaunaðri vinnu er sú að það feli sér í óásættanleg undirboð á íslenskum vinnumarkaði sem standist hvorki kjarasamninga né lög.

Niðurstaða Ríkisskattstjóra eru eftirfarandi:

  • Einstaklingur sem innir af hendi vinnu í þágu fyrirtækis í efnahagslegri starfsemi gegn því að fá t.a.m. fæði og húsnæði, ber að telja slíkt fram til skatts sem tekjur. Fyrirtækinu er jafnframt skylt að gera grein fyrir þessum gjöldum og halda eftir og skila viðeigandi sköttum og gjöldum af peningaverðmati hlunnindanna líkt og gert er af hefðbundnum launum.
  • Fyrirtæki í efnahagslegri starfssemi sem þiggur vinnuframlag einstaklings án þess að greiða fyrir pening eða hlunnindi ber að telja slíkt fram sem skattskylda gjöf og miða skal við gangverð þeirrar vinnu sem um ræðir hverju sinni sem í öllu falli er ekki lægra en lágmarkskjör kjarasamninga.



Nálgast má bréf Ríkisskattstjóra til ASÍ hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×