Golf

Spieth byrjaði best á Masters

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Spieth á ferðinni í dag.
Spieth á ferðinni í dag. vísir/getty
Jordan Spieth leiðir eftir fyrsta daginn á Masters en hann spilaði á 66 höggum í dag eða 6 höggum undir pari.

Spieth nældi sér í fimm fugla í dag og fékk engan skolla.

Spilamennska Rory McIlroy var upp og niður allan daginn. Hann endaði hringinn á skolla og er á tveim höggum undir pari. Hann er því enn vel á lífi.

Jason Day spilaði mjög vel framan af en missti flugið á seinni níu holunum og endaði daginn á pari rétt eins og Phil Mickelson.

Rickie Fowler er frekar óvænt með neðstu mönnum eftir að hafa leikið á 8 höggum yfir pari í dag. Ernie Els er í sömu stöðu en hann lék fyrstu holuna í dag á 10 höggum og eftirleikurinn var eðlilega erfiður.

Staða efstu manna:

Jordan Spieth, -6

Danny Lee, -4

Shane Lowry, -4

Paul Casey, -3

Justin Rose, -3

Ian Poulter, -3

Sören Kjeldsen, -3

Sergio Garcia, -3




Fleiri fréttir

Sjá meira


×