Fótbolti

KSÍ vill kaupa Laugardalsvöll

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ.
Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ. Vísir/Getty
Knattspyrnusamband Ísland hefur áhuga á að kaupa Laugardalsvöll af Reykjavíkurborg en þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Með því væri KSÍ heimilt taka ákvarðanir um framtíð vallarins og útlit en það yrði vitanlega án fjárhagslegrar aðkomu borgarinnar.

Það hefur lengi verið vilji Geirs Þorsteinssonar, formanns KSÍ, og forráðamanna knattspyrnuhreyfingarinnar að gera úrbætur á Laugardalsvellinum og breyta honum úr alhliða íþróttaleikvangi í knattspyrnuleikvang.

Sjá einnig: Ísland raunhæfur kostur fyrir Ofurbikar UEFA

„Borgin er jákvæð að hrinda þessu af stað en lengra er það ekki komið,“ sagði Geir í samtali við Morgunblaðið í dag.

KSÍ hefur unnið að þróun hugmynda um útlit vallarins og stækkun hans KSÍ mun næst fá erlenda aðila til að gera formlega hagkvæmiskönnun á uppbyggingu vallarins.

Starfshópur um framtíð vallarins hefur verið skipaður og á hann að skila borgarstjóra tillögum sínum fyrir 15. júní.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×