Ástin á götunni

Fréttamynd

Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt

KR birti myndskeið á samfélagsmiðlum félagsins í hádeginu þar sem keppnistreyjan fyrir komandi fótboltasumar var kynnt. Treyjan sækir innblástur til 100 ára afmælisárs félagsins, 1999, og fyrirliði þess tíma bregður fyrir.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Aftur hefur KR leik í Laugar­dalnum

Líkt og á síðustu leiktíð munu fyrstu heimaleikir KR í Bestu deild karla í knattspyrnu fara fram í Laugardal. Á síðustu leiktíð endaði KR sömuleiðis mótið í Laugardalnum en nýtt gervigras svarthvítra ætti að koma í veg fyrir það.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Lífið í Brúnei ein­mana­legt

Miðvörðurinn Damir Muminovic segir að lífið í Brúnei geti verið einmanalegt og lítið annað hægt að gera en að spila golf. Hann æfir nú með Blikum í fríi á Íslandi.

Fótbolti
Fréttamynd

Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum

Þrítugi miðjumaðurinn Simon Hjalmar Friedel Tibbling hefur skrifað undir samning við Fram og mun leika með liðinu í Bestu deild karla á komandi tímabili. Svíinn hefur verið með liðinu í æfingaferð á Spáni síðustu daga og skrifaði undir samning í gær.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Breyta ekki því sem virkar

Tindastóll hefur bætt við sig framherja fyrir komandi átök í Bestu deild kvenna. Framherjanum Makala Woods er ætlað að leiða framlínu liðsins og tekur við keflinu af fyrrum skólafélaga.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Valur í úr­slit eftir víta­spyrnu­keppni

Það var heldur betur dramatík á Hlíðarenda þegar Valur tryggði sér sæti í úrslitum Lengjubikars karla í knattspyrnu með sigri á ÍR eftir vítaspyrnukeppni. Valsmenn voru manni færri í klukkustund eftir að markvörðurinn Ögmundur Kristinsson fékk beint rautt spjald.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Leifur Andri leggur skóna á hilluna

Leifur Andri Leifsson hefur ákveðið að leggja takkaskóna á hilluna. Hann mun því ekki spila með HK í Lengjudeild karla í knattspyrnu á komandi leiktíð. Frá þessu greindi félagið á mánudagskvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Frá Króknum á Hlíðar­enda

Framherjinn Jordyn Rhodes hefur samið við Val um og mun leika með liðinu á komandi leiktíð í Bestu deild kvenna. Hún þekkir vel til hér á landi eftir að skora 13 mörk í 22 leikjum fyrir Tindastól á síðustu leiktíð.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Sveinn Margeir mögu­lega ekkert með Víkingum í sumar

Sveinn Margeir Hauksson samdi við Víking eftir að síðasta tímabili í Bestu deild karla í knattspyrnu lauk. Það var strax ljóst að hann yrði ef til vill ekki með liðinu allt sumarið verandi í háskólanámi í Bandaríkjunum en nú stefnir í að hann missi af öllu sumrinu vegna meiðsla.

Íslenski boltinn