Fótbolti

Klara eftirlitsmaður á úrslitaleik Meistaradeildarinnar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ.
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ. Vísir
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, verður eftirlitsmaður Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, á úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu kvenna í næstu viku.

Wolfsburg og Lyon eigast við í leiknum sem fer fram á Mapei-leikvanginum í Reggio Emelia, heimavelli Reggiana og Sassuolo á Ítalíu.

„Þetta er mikil viðurkenning á okkar starfi og gerir okkur gildandi í knattspyrnuheiminum,“ segir Klara sem er aðeins ein af tveimur framkvæmdastjórum knattspyrnusambanda í Evrópu. Hin er í Eistlandi.

„Þetta er mikill heiður fyrir mig persónulega. Ég hef fengið jákvæðar viðtökur hjá UEFA við mínum störfum sem er ánægjulegt fyrir mig,“ segir hún.

„Ég hef ekki verið sú virkasta í að taka leiki en aðeins gert meira að því að undanförnu.“

Leikurinn fer fram 26. maí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×