Apple einbeitir sér að stýrikerfum sínum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. júní 2016 22:24 Uppfærslur á stýrikerfum Apple var miðpunktur kynningar fyrirtækisins á nýjungum sínum. Vísir/Getty Bandaríski tæknirisinn Apple hélt í dag kynningu á þeim nýjungum sem fyrirtækið mun bjóða upp á næstunni. Lítið var um sprengjur, engin ný tæki eða uppfærslur á þeim tækjum sem fyrir eru voru kynntar en áherslan var á stýrikerfi og betrumbætingu á því sem fyrir var.Bandaríski vefurinn Mashable renndi yfir það helsta sem kynnt var til leiks í kvöld.macOS SierraSiri, talgervill Apple, mætir til leiks í stýrikerfi Apple fyrir tölvur sínar sem einnig fær nýtt nafn í anda iOS og watchOS. Stýrikerfið mun heita macOS Sierra. Ekki er mikið um stórar uppfærslur en helsta nýjungin er líklega sú að eigendur Apple Watch geta nú læst og aflæst tölvu sinni með úrinu.iOS10Nýtt stýrikerfi fyrir síma og spjaldtölvur Apple mætir einnig til leiks í haust. Líkt og með macOS Sierra er lítið um byltingarkenndar breytingar. Helst ber að nefna að Photos-forritið fær andlitslyftingu auk þess sem að lokins verður hægt að eyða þeim forritum sem fylgja með snjalltækjum Apple. Eigendur iPad 2, 3 og Mini ásamt iPhone 4s þurfa þó að sætta sig við það að hið nýja stýrikerfi mun virka á þessum tækjum.via GIPHYMessagesSmáskilaboðaforrit Apple fær fína upplyftingu og búið er að bæta heilum haug af emoji-um. Þá verður hægt að handskrifa skilaboð til vina sinna auk þess sem hægt verður að senda leyniskilaboð sem viðtakandi getur opnað með því að renna fingrinum yfir skilaboðin.HomeApple kynnti til sögunnar nýtt forrit sem nefnist Home þar sem sjá má öll þau tæki sem tengd eru við tækið þitt. Tækni Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Bandaríski tæknirisinn Apple hélt í dag kynningu á þeim nýjungum sem fyrirtækið mun bjóða upp á næstunni. Lítið var um sprengjur, engin ný tæki eða uppfærslur á þeim tækjum sem fyrir eru voru kynntar en áherslan var á stýrikerfi og betrumbætingu á því sem fyrir var.Bandaríski vefurinn Mashable renndi yfir það helsta sem kynnt var til leiks í kvöld.macOS SierraSiri, talgervill Apple, mætir til leiks í stýrikerfi Apple fyrir tölvur sínar sem einnig fær nýtt nafn í anda iOS og watchOS. Stýrikerfið mun heita macOS Sierra. Ekki er mikið um stórar uppfærslur en helsta nýjungin er líklega sú að eigendur Apple Watch geta nú læst og aflæst tölvu sinni með úrinu.iOS10Nýtt stýrikerfi fyrir síma og spjaldtölvur Apple mætir einnig til leiks í haust. Líkt og með macOS Sierra er lítið um byltingarkenndar breytingar. Helst ber að nefna að Photos-forritið fær andlitslyftingu auk þess sem að lokins verður hægt að eyða þeim forritum sem fylgja með snjalltækjum Apple. Eigendur iPad 2, 3 og Mini ásamt iPhone 4s þurfa þó að sætta sig við það að hið nýja stýrikerfi mun virka á þessum tækjum.via GIPHYMessagesSmáskilaboðaforrit Apple fær fína upplyftingu og búið er að bæta heilum haug af emoji-um. Þá verður hægt að handskrifa skilaboð til vina sinna auk þess sem hægt verður að senda leyniskilaboð sem viðtakandi getur opnað með því að renna fingrinum yfir skilaboðin.HomeApple kynnti til sögunnar nýtt forrit sem nefnist Home þar sem sjá má öll þau tæki sem tengd eru við tækið þitt.
Tækni Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira