Erlent

Brexit-sinnar sækja í sig veðrið: Fleiri vilja nú brotthvarf Bretlands úr ESB

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Brexit-sinnar sækja í sig veðrið
Brexit-sinnar sækja í sig veðrið Vísir/Getty
53 prósent þeirra sem taka afstöðu eru hlynnt því að Bretland segi úr Evrópusambandinu. Stuðningur við brotthvarf Bretlands úr ESB fer vaxandi.

Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun breska fjölmiðilsins The Guardian. Um sex prósentum munar nú á fylkingunum en 47 prósent þeirra sem taka afstöðu í könnunni vilja að Bretland haldi sig innan Evrópusambandsins. Kosið verður um framtíð Bretlands innan Evrópusambandsins í næstu viku.

Í síðustu könnum sem framkvæmd var fyrir The Guardian var bilið um fjögur prósent, 52-48, þeim sem vilja brotthvarf Bretlands úr ESB í vil.

Niðurstöður skoðunarkönnunar The Guardian.
Á vef Financial Times má sjá samantekt yfir skoðanakannanir sem framkvæmdar hafa verið. Þar sést að fylking þeirra sem vilja segja sig úr Evrópusambandinu hefur bætt verulega við sig á síðustu vikum.

Kannanir hafa sýnt að breska þjóðin er klofin í tvær jafnar fylkingar. Aukin harka hefur færst í málflutningi talsmanna fylkinganna tveggja að undanförnu. Gengið verður til þjóðaratkvæðargreiðslu um framtíð Bretlands innan Evrópusambandins þann 23. júní næstkomandi.


Tengdar fréttir

Útganga úr ESB efnahagslegt stórslys

Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, segir að gangi Bretland úr Evrópusambandinu (ESB) muni skapast meiriháttar efnahagsleg vandamál.

G7-leiðtogar vara við Brexit

Segja að ákveði Bretar að yfirgefa Evrópusambandið yrði það alvarleg ógn við hagvöxt í heiminum öllum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×