Landsliðsþjálfarinn setur allt sitt traust á stelpur úr GR og Keili á EM á Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júní 2016 17:15 Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili er sá kylfingur íslenska liðsins sem er efst á WAGR heimslista. Mynd/Golfsamband Íslands Evrópumót kvennalandsliða í golfi verður haldið á Urriðavelli hjá Golfklúbbnum Oddi í Garðabæ dagana 4.-9. júlí. Þetta verður stærsta alþjóðlega golfmót sem haldið hefur verið á Íslandi fram til þessa. Á mótinu munu keppa fremstu áhugakylfingar kvenna í Evrópu. Frakkar hafa titil að verja á þessu móti en Frakkar hafa fagnað Evrópumeistaratitlinum í undanförnum tveimur keppnum. Um tuttugu þjóðir senda lið til keppni og verða keppendur um 120 alls. Sex kylfingar skipa hvert lið. Síðast fór EM kvenna fram í Helsingør í Danmörku. Íslenska sveitin endaði í 19. sæti. Sunna Víðisdóttir úr GR endaði í 13. sæti í einstaklingskeppninni í Danmörku. Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni endaði í 11. sæti árið 2009 og er það besti árangur Íslendings í einstaklingskeppninni á EM eftir því sem best er vitað. Keppnisfyrirkomulagið á EM er með þeim hætti að leiknar eru 36 holur fyrstu tvo keppnisdagana og telja fimm bestu skor af alls sex í hverri umferð. Þjóðunum er að því loknu skipt upp í A, B og C riðil þar sem leikin er holukeppni. Í A-riðli leika þjóðirnar sem enduðu í 1.-8. sæti í höggleiknum, í B-riðli leika þjóðirnar í sætum 9.-16. og í C-riðli leika þjóðirnar sem eru þar fyrir neðan. Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari, hafði ekki valið landsliðið þegar Golf á Íslandi ræddi við hann um væntingar hans og markmið liðsins fyrir EM. Einn kylfingur tryggði sér öruggt sæti í liðinu með því að sigra á úrtökumótinu sem haldið var fyrir kvennaliðið líkt og hjá karlaliðinu. Þar voru leiknar 72 holur á Urriðavelli og sú sem var á besta skorinu tryggði sér sæti í A-landsliðinu. „Ég er með hófstilltar væntingar fyrir þetta mót. Það væri frábært að komast í hóp 8 efstu í A-riðli en þá þyrfti allt að ganga upp hjá okkur. Við vorum aðeins tveimur höggum frá því að komast í A-riðilinn fyrir tveimur árum og það getur allt gerst á svona móti," sagði Úlfar í viðtalinu. Úlfar hefur valið EM lið Íslands en í því eru þrír kylfingar úr GR og þrír kylfingar úr GK. Þess ber að geta að atvinnukylfingarnir Valdís Þóra Jónsdóttir og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir eru ekki gjaldgengar í þessa keppni fyrir áhugakylfinga. Stúlknalandslið Íslands verður við keppni á EM á sama tíma og yngstu afrekskylfingar landsins verða því ekki í A-landsliðinu að þessu sinni. „Ég geri ráð fyrir að Frakkar, Svíar, Þjóðverjar, Spánverjar og Ítalir verði í baráttunni um Evrópumeistaratitilinn. Veðrið verður vonandi frábært en ef við fáum íslenskt sumarveður, rok og rigningu, þá gæti það hentað vel fyrir þjóðir á borð við England, Skotland og vonandi okkur Íslendingana líka,“ sagði Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari.EM-lið Íslands sem keppir á heimavelli: Anna Sólveig Snorradóttir, GK – val landsliðsþjálfara Berglind Björnsdóttir, GR – efst á stigalista Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK – efst á WAGR heimslista Ragnhildur Kristinsdóttir, GR – efst í úrtökumóti fyrir kvennalandslið Signý Arnórsdóttir, GK – val landsliðsþjálfara Sunna Víðisdóttir, GR – val landsliðsþjálfaraÞjálfari: Úlfar JónssonLiðsstjóri: Ragnar ÓlafssonÚrslit síðustu ára á EM kvenna: 2015 Helsingør, Danmörk. Evrópumeistarar Frakkland (2) – Ísland 19. sæti. 2014 Ljubljana, Slóvenía. Evrópumeistarar Frakkland (1) – Ísland 16. sæti. 2013 Fulford, England. Evrópumeistarar Spánn (5) – Ísland 17. sæti. 2011 Murhof, Austurríki. Evrópumeistarar Svíþjóð (6) – Ísland 16. sæti. 2010 La Manga Club, Spánn. Evrópumeistarar Svíþjóð (5) – Ísland 17. sæti. 2009 Bled, Slóvenía. Evrópumeistarar Þýskaland (1) – Ísland 16. sæti. 2008 Stenungsund, Svíþjóð. Evrópumeistarar Svíþjóð (4) – Ísland tók ekki þátt. 2007 Castelconturbia, Ítalía. Evrópumeistarar Spánn (4) – Ísland tók ekki þátt. 2005 Karlstad, Svíþjóð. Evrópumeistarar Spánn (3) – Ísland 15. sæti. 2003 Frankfurt, Þýskaland. Evrópumeistarar Spánn (2) – Ísland tók ekki þátt. 2001 Golf de Meis, Spánn. Evrópumeistarar Svíþjóð (3) – Ísland 16. sæti. 1999 St Germain, Frakkland. Evrópumeistarar England (1) – Ísland tók ekki þátt. 1997 Nordcenter G&CC, Finnland. Evrópumeistarar Svíþjóð (2) – Ísland tók ekki þátt. 1995 Mílanó, Ítalía. Evrópumeistarar Spánn (1) – Ísland 17. sæti. 1993 Royal Hague, Holland. Evrópumeistarar Svíþjóð (1) – Ísland 16. sæti. Golf Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Evrópumót kvennalandsliða í golfi verður haldið á Urriðavelli hjá Golfklúbbnum Oddi í Garðabæ dagana 4.-9. júlí. Þetta verður stærsta alþjóðlega golfmót sem haldið hefur verið á Íslandi fram til þessa. Á mótinu munu keppa fremstu áhugakylfingar kvenna í Evrópu. Frakkar hafa titil að verja á þessu móti en Frakkar hafa fagnað Evrópumeistaratitlinum í undanförnum tveimur keppnum. Um tuttugu þjóðir senda lið til keppni og verða keppendur um 120 alls. Sex kylfingar skipa hvert lið. Síðast fór EM kvenna fram í Helsingør í Danmörku. Íslenska sveitin endaði í 19. sæti. Sunna Víðisdóttir úr GR endaði í 13. sæti í einstaklingskeppninni í Danmörku. Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni endaði í 11. sæti árið 2009 og er það besti árangur Íslendings í einstaklingskeppninni á EM eftir því sem best er vitað. Keppnisfyrirkomulagið á EM er með þeim hætti að leiknar eru 36 holur fyrstu tvo keppnisdagana og telja fimm bestu skor af alls sex í hverri umferð. Þjóðunum er að því loknu skipt upp í A, B og C riðil þar sem leikin er holukeppni. Í A-riðli leika þjóðirnar sem enduðu í 1.-8. sæti í höggleiknum, í B-riðli leika þjóðirnar í sætum 9.-16. og í C-riðli leika þjóðirnar sem eru þar fyrir neðan. Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari, hafði ekki valið landsliðið þegar Golf á Íslandi ræddi við hann um væntingar hans og markmið liðsins fyrir EM. Einn kylfingur tryggði sér öruggt sæti í liðinu með því að sigra á úrtökumótinu sem haldið var fyrir kvennaliðið líkt og hjá karlaliðinu. Þar voru leiknar 72 holur á Urriðavelli og sú sem var á besta skorinu tryggði sér sæti í A-landsliðinu. „Ég er með hófstilltar væntingar fyrir þetta mót. Það væri frábært að komast í hóp 8 efstu í A-riðli en þá þyrfti allt að ganga upp hjá okkur. Við vorum aðeins tveimur höggum frá því að komast í A-riðilinn fyrir tveimur árum og það getur allt gerst á svona móti," sagði Úlfar í viðtalinu. Úlfar hefur valið EM lið Íslands en í því eru þrír kylfingar úr GR og þrír kylfingar úr GK. Þess ber að geta að atvinnukylfingarnir Valdís Þóra Jónsdóttir og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir eru ekki gjaldgengar í þessa keppni fyrir áhugakylfinga. Stúlknalandslið Íslands verður við keppni á EM á sama tíma og yngstu afrekskylfingar landsins verða því ekki í A-landsliðinu að þessu sinni. „Ég geri ráð fyrir að Frakkar, Svíar, Þjóðverjar, Spánverjar og Ítalir verði í baráttunni um Evrópumeistaratitilinn. Veðrið verður vonandi frábært en ef við fáum íslenskt sumarveður, rok og rigningu, þá gæti það hentað vel fyrir þjóðir á borð við England, Skotland og vonandi okkur Íslendingana líka,“ sagði Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari.EM-lið Íslands sem keppir á heimavelli: Anna Sólveig Snorradóttir, GK – val landsliðsþjálfara Berglind Björnsdóttir, GR – efst á stigalista Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK – efst á WAGR heimslista Ragnhildur Kristinsdóttir, GR – efst í úrtökumóti fyrir kvennalandslið Signý Arnórsdóttir, GK – val landsliðsþjálfara Sunna Víðisdóttir, GR – val landsliðsþjálfaraÞjálfari: Úlfar JónssonLiðsstjóri: Ragnar ÓlafssonÚrslit síðustu ára á EM kvenna: 2015 Helsingør, Danmörk. Evrópumeistarar Frakkland (2) – Ísland 19. sæti. 2014 Ljubljana, Slóvenía. Evrópumeistarar Frakkland (1) – Ísland 16. sæti. 2013 Fulford, England. Evrópumeistarar Spánn (5) – Ísland 17. sæti. 2011 Murhof, Austurríki. Evrópumeistarar Svíþjóð (6) – Ísland 16. sæti. 2010 La Manga Club, Spánn. Evrópumeistarar Svíþjóð (5) – Ísland 17. sæti. 2009 Bled, Slóvenía. Evrópumeistarar Þýskaland (1) – Ísland 16. sæti. 2008 Stenungsund, Svíþjóð. Evrópumeistarar Svíþjóð (4) – Ísland tók ekki þátt. 2007 Castelconturbia, Ítalía. Evrópumeistarar Spánn (4) – Ísland tók ekki þátt. 2005 Karlstad, Svíþjóð. Evrópumeistarar Spánn (3) – Ísland 15. sæti. 2003 Frankfurt, Þýskaland. Evrópumeistarar Spánn (2) – Ísland tók ekki þátt. 2001 Golf de Meis, Spánn. Evrópumeistarar Svíþjóð (3) – Ísland 16. sæti. 1999 St Germain, Frakkland. Evrópumeistarar England (1) – Ísland tók ekki þátt. 1997 Nordcenter G&CC, Finnland. Evrópumeistarar Svíþjóð (2) – Ísland tók ekki þátt. 1995 Mílanó, Ítalía. Evrópumeistarar Spánn (1) – Ísland 17. sæti. 1993 Royal Hague, Holland. Evrópumeistarar Svíþjóð (1) – Ísland 16. sæti.
Golf Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira