Erlent

May og Gove taka slaginn

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Tveir af helstu þungavigtarmönnum Íhaldsflokksins bjóða sig fram í formannskjöri flokksins.
Tveir af helstu þungavigtarmönnum Íhaldsflokksins bjóða sig fram í formannskjöri flokksins. Vísir/Getty
Theresa May, innnaríkisráðherra Bretlands og Michael Gove dómsmálaráðherra tilkynntu í dag um framboð sín fyrir formannskosningar Íhaldsflokksins. Framboðsfrestur rennur út í dag.

Öllum að óvörum hefur Boris Johnson, sem talinn var líklegasta formannsefni Íhaldsflokksins, tilkynnt um að hann muni ekki bjóða sig fram. 

May tilkynnti um framboð sitt í grein í dagblaðinu Times þar sem hún segir að hún sé fær um að sameina Bretland eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna um útgöngu Bretlands úr ESB. Er hún fylgjandi því að sérstakur ráðherra fari með samningaviðræður Breta um skilmála útgöngu Bretlands úr ESB.

Öllum að óvörum tilkynnti Michael Gove um framboð sitt fyrr í dag en búist var við að hann myndi styðja framboð Boris Johnson. Gove sagði hins vegar að hann hafi ákveðið að bjóða sig fram vegna þess að hann gæti ekki treyst leiðtogahæfileikum Johnson.

Næsti formaður flokksins verður kynntur 9. september en Andrea Leadson orkumálaráðherra, Liam Fox varnarmálaráðherra og Stephen Crabb lífeyrirsmálaráðherra hafa einnig boðið sig fram.

Uppfært 11.05 með upplýsingum um framboð Boris Johnson


Tengdar fréttir

David Cameron segir af sér

David Cameron forsætisráðherra Bretlands ætlar að segja af sér í ljósi niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem fram fór í gær þar sem Bretar ákváðu að segja sig úr Evrópusambandinu. Cameron sagði í yfirlýsinu nú fyrir stundu að hann muni hverfa úr embætti forsætisráðherra fyrir næsta flokksþing Íhaldsflokksins í október næstkomandi.

Bretar kjósa að yfirgefa ESB

Bretar hafa ákveðið að yfirgefa Evrópusambandið eftir 43 ára veru í sambandinu eftir sögulegar kosningar sem vafalaust munu hafa víðtækar afleiðingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×