Golf

Signý nær forskotinu í kvennaflokki | Axel heldur forskotinu

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Signý Arnórs
Signý Arnórs Mynd/Sigurður Elvar
Signý Arnórsdóttir úr GK leiðir á Borgunarmótinu í golfi þegar lokahringurinn er hálfnaður en hún hefur leikið frábært golf á köflum í dag.

Guðrún Brá var með tveggja högga forskot fyrir lokahringinn en hún var á pari á fyrri níu holum vallarins með einn fugl og einn skolla.

Hún fylgdi því eftir með skolla og tvöföldum skolla á 10. og 11. braut og var komin 10 höggum yfir parið þegar sjö holur voru eftir.

Á sama tíma hefur Signý krækt í fimm fugla, tvo skolla og einn tvöfaldan skolla og er á átta höggum yfir pari eftir ellefu holur þegar þetta er skrifað.

Í karlaflokki heldur Axel Bóasson forskotinu á heimavelli eftir níu holur en er í dag á þremur höggum undir pari eftir níu holur og alls  átta höggum undir pari á mótinu.

Alfreð Brynjar Kristinsson og Gísli Sveinbergsson eru ekki langt undan en þeir eru tveimur höggum á eftir Axeli þegar lokahringurinn er hálfnaður.


Tengdar fréttir

Gísli og Guðrún Brá með forystu eftir fyrsta hring

Gísli Sveinbergsson og Guðrún Brá Björgvinsdóttir leiða eftir fyrsta hringinn á Borgunarmótinu á Eimskipsmótaröðinni. Leikið er á Hvaleyrarvelli og er keppt um Hvaleyrarbikarinn í fyrsta sinn.

Axel leiðir fyrir lokahringinn

Axel Bóasson leiðir með einu höggi fyrir lokahringinn á Borgunarmótinu á Eimskipsmótaröðinni en Gísli Sveinbergsson, Alfreð Brynjar Kristinsson og Ólafur Björn Loftsson eru ekki langt undan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×