Golf

Mickelson í stuði á opna breska | Sex Bandaríkjamenn efstir

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Phil Mickelson byrjar vel.
Phil Mickelson byrjar vel. vísir/getty
Phil Mickelson byrjar vel á opna breska meistaramótinu í golfi en þessi 48 ára gamli Bandaríkjamaður fór fyrri níu holurnar á fyrsta keppnisdegi á fjórum höggum undir pari.

Lefty, eins og hann er svo gjarnan kallaður, fékk fjóra fugla á annarri, fjórðu, sjöttu og áttundu holu. Hann vann þetta mót í fyrsta og eina skiptið fyrir þremur árum síðan.

Eins og staðan er núna eru sex Bandaríkjamenn efstir. Patrick Reed er efstur allra á fimm höggum undir pari en hann kláraði fyrr í dag.

Fimm kylfingar eru svo á fjórum höggum undir pari. Þrír þeirra eru búnir; Justin Thomas, Steve Stricker og Billy Horschel, en Justin Leonard er búinn með tólf holur og Mickelson níu.

Justin Rose er efstur Bretanna í sjöunda til þrettánda sæti á þremur höggum undir pari en Rory McIlroy kláraði daginn á tveimur höggum undir pari Royal Troon-vallarins.

Hinn 22 ára gamli Suður-Afríkumaður Haydn Porteous sem byrjaði svo vel missti flugið og er nú á tveimur höggum undir pari vallarins þegar hann á eina holu eftir.

Hér má sjá stöðuna í mótinu en bein útsending frá fyrsta hring stendur yfir á Golfstöðinni. Sýnt verður beint frá öllum keppnisdögunum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×