Viðskipti erlent

Endalok VHS spólunnar

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Vísir/Getty
Ef einhverjir nota enn vídeótæki til að horfa á kvikmyndir, heimamyndbönd eða annars konar skemmtiefni á VHS spólum, er líklega endanlega kominn tími til að uppfæra heimabíóið.

Japanska fyrirtækið Funai Electric Co. sem framleiddi vídeótæki í yfir 30 ár mun hætta framleiðslu á slíkjum tækjum í lok mánaðarins. Þetta kemur fram á vef Bloomberg.

VCR tæki urðu vinsæl á áttunda áratug síðustu aldar og tröllréðu markaðnum fram á 21. öld þegar DVD tæki urðu allsráðandi. Funai Electric Co. er eina fyrirtækið í heiminum sem framleiðir enn VCR tæki. Sony Corp. Hætti framleiðslu á Betamax upptökutækjum árið 2002 og Panasonic Corp. Hætti framleiðslu á VCR tækjum árið 2012.

Það kann í raun að teljast undarlegt að Funai Electric Co. hafi framleitt VCR tæki svo lengi, þar sem töluvert er síðan DVD tæki urðu almannaeign. Það er svo óséð hvað verður um DVD tækni nú þegar streymisþjónustur líkt og Netflix verða sívinsælli.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×