Golf

Veðrið setti strik í reikninginn á þriðja keppnisdegi á PGA meistaramótinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aðeins 36 af þeim 86 kylfingum sem komust í gegnum niðurskurðinn náðu að klára þriðja hringinn í dag.
Aðeins 36 af þeim 86 kylfingum sem komust í gegnum niðurskurðinn náðu að klára þriðja hringinn í dag. vísir/epa
Hætta þurfti keppni á PGA meistaramótinu í golfi í dag vegna veðurs.

Um miðjan daginn var ákveðið að fresta keppni vegna þrumuveðurs. Þremur tímum seinna var tekin ákvörðun um að hætta keppni.

Aðeins 36 af þeim 86 kylfingum sem komust í gegnum niðurskurðinn náðu að klára þriðja hringinn í dag.

Efstu tveir kylfingarnir, Jimmy Walker og Robert Streb frá Bandaríkjunum, komust ekki út á völlinn í dag en þeir áttu að hefja leik um miðjan daginn.

Walker og Streb eru báðir á níu höggum undir pari en næstir koma Argentínumaðurinn Emiliano Grillo og Ástralinn Jason Day, efsti maður heimslistans og sigurvegarinn á PGA meistaramótinu í fyrra, á sjö höggum undir pari.


Tengdar fréttir

Streb komst upp að hlið Walker

Jimmy Walker og Richard Streb frá Bandaríkjunum eru efstir og jafnir eftir annan keppnisdaginn á PGA-Meistaramótinu í golfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×