Sport

Conor lætur kýla sig í magann | Tveir þættir af Embedded

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
UFC mun fylgja Conor McGregor og Nate Diaz eftir í hvert fótmál fram að bardaga þeirra og heimurinn fær að fylgjast með.

Ekki bara með þeim tveimur heldur líka hinum sem eru að fara að keppa en það eru margir áhugaverðir bardagar í boði á laugardag.

Í fyrstu tveimur þáttunum af Embedded má sjá er Conor bauð í heimsókn í æfingabúðir sínar sem voru settar sérstaklega upp fyrir hann í Las Vegas. Þar gaf hann viðtöl og leyfði blaðamönnum að fylgjast með æfingu. Hann endaði hana á því að láta kýla sig í magann.

Það er lítill lúxus í kringum Nate Diaz. Hann er að æfa í líkamsræktarstöð sem er opin fyrir alla. Hann fer svo sjálfur að versla. Ekkert að breytast þó svo peningarnir séu farnir að flæða inn.

Sjá má fyrsta þáttinn hér að ofan en þáttur númer tvö er hér að neðan.

Bardagakvöldið stóra á laugardag verður svo í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

https://www.youtube.com/watch?v=Q2FvDU3gJkM
MMA

Tengdar fréttir

Conor gerði glímukappana brjálaða

Írinn Conor McGregor er nú kominn á svarta listann hjá glímugaurunum í Bandaríkjunum eftir að hann kallaði þá aumingja.

Diaz hræddi stuðningsmenn Conor

Spjallþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel fékk bardagakappann Nate Diaz til að taka þátt í frábæru atriði í vikunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×