Golf

Ólafía Þórunn í sannkallaðri heimsferð kylfingsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Mynd/Heimasíða Golfsambandsins
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er á ferðinni út um allan heiminn þessa dagana. Hún hefur nú á einni viku keppt bæði í Bandaríkjunum og í Kína en ferðalag hennar um heiminn er bara rétt að byrja.

Golfsamband Íslands fer yfir dagskrána hjá Íslandsmeistaranum á heimasíðu sinni en það er óhætt að það séu spennandi tímar í gangi hjá okkar besta kvenkylfingi.

Næst á dagskrá hjá Ólafíu Þórunni er að keppa á móti í Abú Dabí og þaðan fer hún til Indlands. Ólafía Þórunn er að undirbúa sig fyrir lokastig úrtökumótsins fyrir LPGA atvinnumótaröðina í Bandaríkjunum.

Ólafía Þórunn komst ekki í gegnum niðurskurðinn á Sanya meistaramótinu á LET Evrópumótaröð kvenna sem fram fór í Kína. Ólafía var einu höggi frá því að komast í gegnum niðurskurðinn en hún lék á 75 og 74 höggum eða +5 samtals.

Hún hefur leik á miðvikudaginn á Fatima Bint Mubarak mótinu sem fram fer í Abú Dabí. Mótið er hluti af LET Evrópumótaröð atvinnukvenna sem er sterkasta mótaröð Evrópu.

Að loknu mótinu í Abu Dhabi fer Ólafía til Indlands þar sem hún tekur þátt á LET Evrópumótaröðinni dagana 11. Til 13. nóvember.

Að því loknu fer Ólafía Þórunn til Bandaríkjanna þar sem hún tekur þátt á lokastigi úrtökumótsins fyrir LPGA atvinnumótaröðina í Bandaríkjunum sem fram fer í lok nóvember og byrjun desember.  

Ólafía Þórunn vann sér inn keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni í lok s.l. árs. Hún er aðeins önnur íslenska konan sem nær inn á mótaröð þeirra bestu í Evrópu. Ólöf María Jónsdóttir úr GK var sú fyrsta sem braut ísinn árið 2004, fyrst allra íslenskra kylfinga.

Ólafía hefur ekki fengið tækifæri á nema fjórum mótum það sem af er tímabilinu en hún er þrátt fyrir það í 121. sæti á peningalista mótaraðarinnar. Besti árangur hennar á tímabilinu er 16. sæti.

„Ég vonast til þess að geta nýtt þessi mót til þess að halda keppnisréttinum á LET Evrópumótaröðinni. Mótið í Abú Dabí verður síðan mótið þar sem ég þarf að gefa allt í til þess að halda kortinu mínu á LET Evrópumótaröðinni,“ sagði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir í viðtali við golf.is.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir náði frábærum og sögulegum árangri á 2. stigi úrtökumótsins fyrir LPGA atvinnumótaröðina í Bandaríkjunum. Ólafía tryggði sér ekki aðeins keppnisrétt á lokaúrtökumótinu því hún tryggði sér jafnframt keppnisrétt á Symetra mótaröðinni sem er næst sterkasta atvinnumótaröðin í Bandaríkjunum. Ólafía er fyrsti íslenski kylfingurinn til þess að tryggja sér keppnisrétt á bandarískri atvinnumótaröð.




Tengdar fréttir

Systkinin jöfnuðu bæði vallarmet á sama deginum

Systkinin Signý Arnórsdóttir og Rúnar Arnórsson áttu bæði mjög flottan dag á Íslandsmótinu í golfi en þá fór fram annar dagur mótsins af fjórum en spilað er á Jaðarsvelli á Akureyri í ár.

Ólafía að spila frábært golf

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, og Valdís Þóra Jónsdóttir, Leyni, taka nú þátt á úrtökumóti fyrir LPGA atvinnumótaröðina í Bandaríkjunum.

Ólafía Þórunn: Fæ samviskubit ef ég er ekki að æfa mig

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur, var í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem Hjörtur Hjartarson ræddi við hana um atvinnumennskuna og fleira. Ólafía segist tapsár og er spennt fyrir komandi árum í atvinnumennskunni.

Magnað að sjá hvernig Ólafía stóðst álagið

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir varð í gær önnur íslenska konan til að tryggja sér keppnisrétt á Evrópumótaröðinni í golfi. Keppir um allan heim á næsta ári en þarf sjálf að borga brúsann.

Ég var óvenjulega afslöppuð

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir komst í gegnum fyrsta stig úrtökumótanna fyrir bandarísku LPGA-mótaröðina í golfi með glans. Hún keppir næst á tveimur mótum á Evrópumótaröðinni í mánuðinum.

Stelpurnar með betra skor en strákarnir í fyrsta sinn

Nýkrýndir Íslandsmeistarar í golfi settu bæði met á Jaðarsvelli í gær. Birgir Leifur Hafþórsson varð fyrstur til að vinna sjö Íslandsmeistaratitla og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir náði langbesta skori konu frá upphafi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×