Bjarni um kjararáð: „Kemur vel til greina að Alþingi grípi inn í“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. nóvember 2016 12:04 Bjarni á Bessastöðum í dag. Vísir/Eyþór „Það kemur vel til greina að Alþingi grípi inni,“ sagði Bjarni Benediktsson, starfandi fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins um umdeilda ákvörðun kjararáðs um hækkun á launum þingmanna, ráðherra og forseta. Hækkunin hefur valdið titringi í samfélaginu og hafa stjórnmálamenn og hagsmunasamtök kallað eftir því að ákvörðunin verði endurskoðuð. „Í fyrsta lagi hef ég fullan skilning á því að fólki þykir þetta vera úr öllum takti miðað við kjaramál undanfarin misseri,“ sagði Bjarni á Bessastöðum þar sem hann var nýtekinn við stjórnarmyndunarumboði frá forseta Íslands. Hann segir að endurskoða þurfi hlutverk kjararáðs. „Komi til þess að þingið grípi inn í þessi mál reynum við að skapa grundvöll fyrir varanlega lausn. Ég hef beitt fyrir því að lögum um kjararáð verði breytt með róttækum hætti. Þar var ég fyrst og fremst að vísa til þess að það væri óþarflega margir undir kjararáði. Það þarf að setja lög um það til hvers kjararáð eigi að líta til þegar kjör þeirra eru ákveðin. Bjarni sagði að nauðsynlegt gæti reynst að þingið myndi grípa inn í ákvörðun kjararáðs sem tekin var síðastliðinn laugardag, sama dag og þingkosningarnar fóru fram. Bjarni segist ekki hafa vitað af ákvörðun kjararáðs fyrirfram. „Nei, þetta er ákvörðun sem alfarið er tekin af kjararáði. Ég vissi ekki hvað kjararáð myndi ákveða.“ Kjaramál Kjararáð Kosningar 2016 Tengdar fréttir Skýlaus krafa að hafna hækkunum kjararáðs Verkalýðsfélög og hagsmunasamtök gagnrýna harðlega ákvörðun kjararáðs um hækkun launa til æðstu embættismanna. Krafist er að ákvörðunin verði tekin til baka annars sé stöðugleikanum ógnað og upplausn ríki í þjóðfélaginu. 2. nóvember 2016 07:00 Fjöldi fyrrverandi þingmanna fær 44 prósent hærri eftirlaun Formaður Félags fyrrverandi alþingismanna segir "andstyggilegan svip“ á hækkun kjararáðs á launum þingmanna og ráðherra. Margir fyrrverandi þingmenn og ráðherrar fá samsvarandi hækkun á sín eftirlaun. 2. nóvember 2016 07:00 Forsetinn um launahækkun kjararáðs: „Ég bað ekki um þessa kauphækkun“ Guðni sagði að þangað til annað kæmi í ljós myndi hann láta þessa hækkun renna til góðra málefna. 2. nóvember 2016 11:29 Kostnaður ríkisins vegna launa þjóðkjörinna fulltrúa eykst um 41 prósent Ákvörðun kjararáðs á kjördag felur í sér um 0,25 prósenta hækkun á launakostnaði ríkisins. 2. nóvember 2016 11:17 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Fleiri fréttir Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sjá meira
„Það kemur vel til greina að Alþingi grípi inni,“ sagði Bjarni Benediktsson, starfandi fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins um umdeilda ákvörðun kjararáðs um hækkun á launum þingmanna, ráðherra og forseta. Hækkunin hefur valdið titringi í samfélaginu og hafa stjórnmálamenn og hagsmunasamtök kallað eftir því að ákvörðunin verði endurskoðuð. „Í fyrsta lagi hef ég fullan skilning á því að fólki þykir þetta vera úr öllum takti miðað við kjaramál undanfarin misseri,“ sagði Bjarni á Bessastöðum þar sem hann var nýtekinn við stjórnarmyndunarumboði frá forseta Íslands. Hann segir að endurskoða þurfi hlutverk kjararáðs. „Komi til þess að þingið grípi inn í þessi mál reynum við að skapa grundvöll fyrir varanlega lausn. Ég hef beitt fyrir því að lögum um kjararáð verði breytt með róttækum hætti. Þar var ég fyrst og fremst að vísa til þess að það væri óþarflega margir undir kjararáði. Það þarf að setja lög um það til hvers kjararáð eigi að líta til þegar kjör þeirra eru ákveðin. Bjarni sagði að nauðsynlegt gæti reynst að þingið myndi grípa inn í ákvörðun kjararáðs sem tekin var síðastliðinn laugardag, sama dag og þingkosningarnar fóru fram. Bjarni segist ekki hafa vitað af ákvörðun kjararáðs fyrirfram. „Nei, þetta er ákvörðun sem alfarið er tekin af kjararáði. Ég vissi ekki hvað kjararáð myndi ákveða.“
Kjaramál Kjararáð Kosningar 2016 Tengdar fréttir Skýlaus krafa að hafna hækkunum kjararáðs Verkalýðsfélög og hagsmunasamtök gagnrýna harðlega ákvörðun kjararáðs um hækkun launa til æðstu embættismanna. Krafist er að ákvörðunin verði tekin til baka annars sé stöðugleikanum ógnað og upplausn ríki í þjóðfélaginu. 2. nóvember 2016 07:00 Fjöldi fyrrverandi þingmanna fær 44 prósent hærri eftirlaun Formaður Félags fyrrverandi alþingismanna segir "andstyggilegan svip“ á hækkun kjararáðs á launum þingmanna og ráðherra. Margir fyrrverandi þingmenn og ráðherrar fá samsvarandi hækkun á sín eftirlaun. 2. nóvember 2016 07:00 Forsetinn um launahækkun kjararáðs: „Ég bað ekki um þessa kauphækkun“ Guðni sagði að þangað til annað kæmi í ljós myndi hann láta þessa hækkun renna til góðra málefna. 2. nóvember 2016 11:29 Kostnaður ríkisins vegna launa þjóðkjörinna fulltrúa eykst um 41 prósent Ákvörðun kjararáðs á kjördag felur í sér um 0,25 prósenta hækkun á launakostnaði ríkisins. 2. nóvember 2016 11:17 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Fleiri fréttir Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sjá meira
Skýlaus krafa að hafna hækkunum kjararáðs Verkalýðsfélög og hagsmunasamtök gagnrýna harðlega ákvörðun kjararáðs um hækkun launa til æðstu embættismanna. Krafist er að ákvörðunin verði tekin til baka annars sé stöðugleikanum ógnað og upplausn ríki í þjóðfélaginu. 2. nóvember 2016 07:00
Fjöldi fyrrverandi þingmanna fær 44 prósent hærri eftirlaun Formaður Félags fyrrverandi alþingismanna segir "andstyggilegan svip“ á hækkun kjararáðs á launum þingmanna og ráðherra. Margir fyrrverandi þingmenn og ráðherrar fá samsvarandi hækkun á sín eftirlaun. 2. nóvember 2016 07:00
Forsetinn um launahækkun kjararáðs: „Ég bað ekki um þessa kauphækkun“ Guðni sagði að þangað til annað kæmi í ljós myndi hann láta þessa hækkun renna til góðra málefna. 2. nóvember 2016 11:29
Kostnaður ríkisins vegna launa þjóðkjörinna fulltrúa eykst um 41 prósent Ákvörðun kjararáðs á kjördag felur í sér um 0,25 prósenta hækkun á launakostnaði ríkisins. 2. nóvember 2016 11:17