Golf

Tiger tekur risastökk á heimslistanum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tiger sýndi gamalkunna takta um helgina.
Tiger sýndi gamalkunna takta um helgina. vísir/getty
Tiger Woods sneri aftur á golfvöllinn þegar hann tók þátt í Hero World Challenge, árlegu móti sem hann heldur sjálfur. Þetta var fyrsta mót Tigers í um 16 mánuði erfið meiðsli í baki hafa haldið honum frá keppni.

Tiger lék ágætlega á Hero World Challenge, á fjórum höggum undir pari og endaði í 15. sæti. Japanski kylfingurinn Hideki Matsuyama stóð uppi sem sigurvegari en hann lék á 18 höggum undir pari.

Frammistaða Tigers á mótinu skilaði honum upp um 248 sæti á heimslistanum. Tiger var í 898. sæti en er nú í sæti númer 650.

Nýsjálendingurinn Jason Day er áfram á toppi heimslistans. Norður-Írinn Rory McIlroy er í 2. sæti og Dustin Johnson frá Bandaríkjunum í því þriðja.

Tiger vildi ekkert tjá sig um hvenær hann tæki þátt á næsta móti.

„Mig dreymir um að spila á öllum mótum á næsta tímabili en ég þarf að skoða þetta. Ég mun setjast niður með sjúkraþjálfara mínum og reyna að styrkja mig og sjá til eftir það,“ sagði Tiger eftir mótið um helgina.


Tengdar fréttir

Tiger á einu höggi yfir pari

Tiger Woods lék fyrsta hringinn á Hero World Challenge mótinu á 73 höggum, eða einu höggi yfir pari. Mótið fer fram á Albany-vellinum á Bahamaeyjum.

Tiger í tíunda sæti fyrir lokahringinn

Kylfingurinn Tiger Woods sýndi á köflum gamalkunna takta á þriðja hring Hero World Challenge sem fer fram um helgina á Bahama-eyjum en hann er í tíunda sæti fyrir lokahringinn á þessu árlega boðsmóti.

Tiger íhugaði alvarlega að hætta

Tiger Woods snýr aftur á golfvöllinn í dag en það sá hann ekki endilega fyrir sér er hann lá heima hjá sér mjög þjáður eftir tvær bakaðgerðir.

Tiger stressaður fyrir endurkomunni

Það eru liðnir 470 dagar síðan Tiger Woods tók síðast þátt í golfmóti. Á fimmtudag snýr hann aftur út á golfvöllinn.

Spieth: Sýnið Tiger þolinmæði

Jordan Spieth hefur trú á því að Tiger Woods geti komist aftur í hóp bestu kylfinga heims. Hann segir þó að það gæti tekið tíma og að fólk verði að sýna Tiger þolinmæði.

Getur Tígurinn enn bitið frá sér?

Golfheimurinn gleðst í dag því nú snýr einn besti kylfingur allra tíma, Tiger Woods, loksins aftur á golfvöllinn. Biðin hefur verið löng en kylfingurinn segist ­loksins vera tilbúinn. Hann er stressaður og ­getur ekki beðið eftir því að mótið hefjist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×