Innlent

Vélstjórar og málmtæknimenn felldu líka samninga

Samúel Karl Ólason skrifar
Sjómannasamband Íslands, Verkalýðsfélag Vestfirðinga, Sjómannafélag Íslands og Sjómanna- og Vélstjórafélag Grindavíkur felldu kjarasamninga í kosningu fyrr í vikunni.
Sjómannasamband Íslands, Verkalýðsfélag Vestfirðinga, Sjómannafélag Íslands og Sjómanna- og Vélstjórafélag Grindavíkur felldu kjarasamninga í kosningu fyrr í vikunni. V'isir/Vilhelm
Félag Vélstjóra og málmtæknimanna hefur einnig kosið að fella kjarasamninga við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi. 66 prósent þeirra sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunni um samninginn kusu að fella hann. Alls tóku 333 þátt í atkvæðagreiðslunni eða 69,7 prósent þeirra sem voru á kjörskrá.

32,7 prósent sögðu já og fjórir skiluðu auðu.

VM aflýsti verkfallsaðgerðum þegar skrifað var undir samninginn þann 14. nóvember. Því þarf að reyna að semja upp á nýtt og gangi það ekki þurfa félagsmenn að kjósa aftur um verkfallsboðun.

Sjómannasamband Íslands, Verkalýðsfélag Vestfirðinga, Sjómannafélag Íslands og Sjómanna- og Vélstjórafélag Grindavíkur felldu kjarasamninga í kosningu fyrr í vikunni. Í öllum tilvikum var niðurstaðan mjög afgerandi.


Tengdar fréttir

Sjómannaverkfall fram á nýtt ár

Um sjö þúsund manns leggja niður störf vegna verkfalls sjómanna sem hófst að nýju í gær. Tekjutap vegna verkfallsins er áætlað um fimm milljarðar króna á viku. Mikill meirihluti sjómanna hafnaði samningnum.

Sjómenn fara í verkfall

Verkfall sjómanna mun hefjast klukkan átta í kvöld eftir að kjarasamningum var hafnað í kosningu.

Fá meira með nýjum kvótum

Danskir sjómenn eru ánægðir með nýja kvóta í Norðursjó, Kattegat og Skagerrak sem samið var um í Brussel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×