Innlent

Sjálfstæðisflokkur með formennsku í sex fastanefndum af átta

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Kosið hefur verið í formennsku allra fastanefnda Alþingis. Nefndirnar eru alls átta talsins og hefur Sjálfstæðisflokkur formennsku í sex nefndum, Viðreisn í einni og Björt framtíð í einni.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksing og ritari flokksins, verður formaður allsherjar- og menntamálanefndar. Þá verður Nichole Leigh Mosty, þingmaður Bjartrar framtíðar, fyrsti varaformaður nefndarinnar. Nichole gegnir einnig formennsku í velferðarnefnd.

Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokks, verður formaður atvinnuveganefndar. Ásmundur Friðriksson, flokksbróðir Páls, verður fyrsti varaformaður.

Þá verður Jóna Sólveig Elínardóttir, þingmaður og varaformaður Viðreisnar, formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, verður fyrsti varaformaður nefndarinnar.

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjáflstæðisflokksins, verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, verður fyrsti varaformaður nefndarinnar.

Í gær var kosið um formennsku í fjórum nefndum. Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var kjörinn formaður fjárlaganefndar. Nichole Leigh Mosty var sem fyrr segir kjörinn formaður velferðarnefndar. Valgerður Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var kjörin formaður umhverfisnefndar. Þá var Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, kjörinn formaður efnahags- og viðskiptanefndar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×