Vandasöm andlitslömun sem greinist vikulega á Íslandi Eiður Þór Árnason skrifar 23. september 2024 22:28 Hannes Petersen, læknir og prófessor við Háskóla Íslands. Stöð 2 Bell's palsy andlitslömun er nokkuð algeng á Íslandi og talið að árlegt nýgengi sé sennilega í kringum tuttugu tilfelli á hverja hundrað þúsund íbúa, að sögn háls-, nef- og eyrnalæknis. Það jafngildi því að í kringum einn greinist í viku hverri að meðaltali. Fólk með Bell's palsy glímir við lömun svipbragðavöðva vegna bólgu í hreyfitaug andlitsins. Kristófer Helgason sem hefur starfað sem útvarpsmaður á Bylgjunni í 36 ár er kominn í veikindaleyfi eftir að hann greindist með sjúkdóminn en hann gerir fólki meðal annars erfiðara með að tjá sig með skýrum hætti. „Það er sjöunda heilataugin sem er hreyfitaug andlitsins og hennar svona meginstarf er einmitt að ítauga þessa svipbrigðavöðva, þessa sem fá okkur til að brosa eða glenna út nasavængina eða loka augunum eða hrukka ennið,“ segir Hannes Petersen háls-, nef- og eyrnalæknir en hann ræddi sjúkdóminn í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Þeir lamast öðrum megin sem betur fer því oftast og alla jafna er taugin hinum megin þá heil og frísk en þessi vöðvi ítaugar líka lítinn vöðva í miðeyranu og hann ljáir þá hvorum helmingi fyrir sig bragðskyn og táraflæði í augu, þannig að þetta er heilmikill vandi.“ Einn forboði sé verkur í beininu aftan við eyrað sem sumir upplifi sem kuldaónot, einna helst um borð í bíl. Covid-19 mögulega haft áhrif á tíðni Hannes segir að það séu tengsl milli tíðni Bell's palsy og efri öndunarvegasýkinga og því gæti Covid-faraldurinn hugsanlega verið meðvirkandi þáttur. „Þessar tíðnitölur eru á reiki og það er svona almennt talið að þetta geti verið árlegt nýgengi 10 til 40 per hundrað þúsund svo það eru greinilega sveiflur á þessu. Þetta eru tölur sem eru frá Bandaríkjunum og Evrópu og þar er mítlabitavandinn miklu stærri en hér.“ Vísar Hannes til þess að bakteríusýkingar af völdum mítla geti valdið því að fólk fái Bell's palsy. Fyrir tíma sýklalyfja hafi ein ástæða andlitstaugalömunar verið miðeyrnabólga. Aðrar ástæður geti nú verið blæðing, blóðþurrð, eða heilaslag innan höfuðkúpunnar. „Þegar við erum búin að útiloka allt sem við þekkjum og finnum í rauninni ekki ástæðu fyrir veikindunum þá er þetta einfaldlega kallað Bell's palsy og kennt við Sir Charles Bell sem var skoskur taugalæknir uppi á fyrri hluta nítjándu aldar,“ bætir Hannes við. Flestir búnir að ná sér eftir ár Hannes segir að batalíkur fólks með Bell's palsy séu góðar og talið að tveir þriðju sýni klár batamerki innan þriggja vikna. „Það þýðir ekki að ef þú ert ekki farinn að sýna batamerki eftir þrjár vikur að þér batni ekki en það gerist hægt. Það er spurt að leikslokum og leikslokin geta verið sex mánuðum og allt að ári eftir lömunina og þá er 95 prósent batnað. Það geta geta verið svona örlitlar afleiðingar: Örlítið latt auga, eða örlítið vik í munnvikinu en batalíkurnar eru góðar.“ Hlusta má viðtalið við Hannes Petersen í spilaranum ofar í fréttinni. Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Kristófer Helga í veikindaleyfi Kristófer Helgason útvarpsmaður á Bylgjunni er kominn í veikindaleyfi. Ástæðan er sú að hann greindist fyrir viku með Bell's Palsy sem veldur lömun á öðrum helmingi andlitsins. Fyrr á árinu hafði hann greinst með Parkinson. 23. september 2024 13:13 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Sjá meira
Fólk með Bell's palsy glímir við lömun svipbragðavöðva vegna bólgu í hreyfitaug andlitsins. Kristófer Helgason sem hefur starfað sem útvarpsmaður á Bylgjunni í 36 ár er kominn í veikindaleyfi eftir að hann greindist með sjúkdóminn en hann gerir fólki meðal annars erfiðara með að tjá sig með skýrum hætti. „Það er sjöunda heilataugin sem er hreyfitaug andlitsins og hennar svona meginstarf er einmitt að ítauga þessa svipbrigðavöðva, þessa sem fá okkur til að brosa eða glenna út nasavængina eða loka augunum eða hrukka ennið,“ segir Hannes Petersen háls-, nef- og eyrnalæknir en hann ræddi sjúkdóminn í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Þeir lamast öðrum megin sem betur fer því oftast og alla jafna er taugin hinum megin þá heil og frísk en þessi vöðvi ítaugar líka lítinn vöðva í miðeyranu og hann ljáir þá hvorum helmingi fyrir sig bragðskyn og táraflæði í augu, þannig að þetta er heilmikill vandi.“ Einn forboði sé verkur í beininu aftan við eyrað sem sumir upplifi sem kuldaónot, einna helst um borð í bíl. Covid-19 mögulega haft áhrif á tíðni Hannes segir að það séu tengsl milli tíðni Bell's palsy og efri öndunarvegasýkinga og því gæti Covid-faraldurinn hugsanlega verið meðvirkandi þáttur. „Þessar tíðnitölur eru á reiki og það er svona almennt talið að þetta geti verið árlegt nýgengi 10 til 40 per hundrað þúsund svo það eru greinilega sveiflur á þessu. Þetta eru tölur sem eru frá Bandaríkjunum og Evrópu og þar er mítlabitavandinn miklu stærri en hér.“ Vísar Hannes til þess að bakteríusýkingar af völdum mítla geti valdið því að fólk fái Bell's palsy. Fyrir tíma sýklalyfja hafi ein ástæða andlitstaugalömunar verið miðeyrnabólga. Aðrar ástæður geti nú verið blæðing, blóðþurrð, eða heilaslag innan höfuðkúpunnar. „Þegar við erum búin að útiloka allt sem við þekkjum og finnum í rauninni ekki ástæðu fyrir veikindunum þá er þetta einfaldlega kallað Bell's palsy og kennt við Sir Charles Bell sem var skoskur taugalæknir uppi á fyrri hluta nítjándu aldar,“ bætir Hannes við. Flestir búnir að ná sér eftir ár Hannes segir að batalíkur fólks með Bell's palsy séu góðar og talið að tveir þriðju sýni klár batamerki innan þriggja vikna. „Það þýðir ekki að ef þú ert ekki farinn að sýna batamerki eftir þrjár vikur að þér batni ekki en það gerist hægt. Það er spurt að leikslokum og leikslokin geta verið sex mánuðum og allt að ári eftir lömunina og þá er 95 prósent batnað. Það geta geta verið svona örlitlar afleiðingar: Örlítið latt auga, eða örlítið vik í munnvikinu en batalíkurnar eru góðar.“ Hlusta má viðtalið við Hannes Petersen í spilaranum ofar í fréttinni.
Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Kristófer Helga í veikindaleyfi Kristófer Helgason útvarpsmaður á Bylgjunni er kominn í veikindaleyfi. Ástæðan er sú að hann greindist fyrir viku með Bell's Palsy sem veldur lömun á öðrum helmingi andlitsins. Fyrr á árinu hafði hann greinst með Parkinson. 23. september 2024 13:13 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Sjá meira
Kristófer Helga í veikindaleyfi Kristófer Helgason útvarpsmaður á Bylgjunni er kominn í veikindaleyfi. Ástæðan er sú að hann greindist fyrir viku með Bell's Palsy sem veldur lömun á öðrum helmingi andlitsins. Fyrr á árinu hafði hann greinst með Parkinson. 23. september 2024 13:13