Golf

Ragnhildur: „Hef alveg gífurlega trú á henni“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur leik á LPGA-mótaröðinni á morgun. Mótið fer fram á Bahama-eyjum.

Mótið verður sýnt í beinni útsendingu á Golfstöðinni en Ragnhildur Sigurðardóttir, fyrrverandi Íslandsmeistari í golfi, sér um að lýsa því sem fyrir augu ber.

„Ég hef alveg gífurlega trú á henni,“ sagði Ragnhildur í samtali við Kjartan Atla Kjartansson í kvöldfréttum Stöðvar 2.

„Hún er reyndar nýkomin úr stórri kjálkaaðgerð og það tekur tíma að gróa. Hún er öll að koma til en hefur aðeins fundið fyrir einkennum, þannig maður veit ekki hvað þetta gerir fyrir hana. Það gæti reyndar hjálpað henni ef hún gerir ekki of miklar kröfur,“ bætti Ragnhildur við.

Útsending Golfstöðvarinnar hefst klukkan 16:30 á morgun. Um er að ræða veglega útsendingu þar sem rætt verður við sérfræðinga, ættingja Ólafíu og þjálfara um þennan merka viðburð.


Tengdar fréttir

Ólafía Þórunn merkisberi KPMG

Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttur verður merkisberi KPMG á LPGA mótaröðinni samkvæmt nýjum alþjóðlegum stuðningssamningi hennar við endurskoðendarisann hollenska. Ólafía Þórunn mun því vera með logo KPMG framan á derhúfu sinni þegar hún keppir á LPGA 2017.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×