Handbolti

Öruggt hjá Kiel | Bjarki Már skoraði fimm

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alfreð og félagar eru komnir upp í 2. sæti þýsku deildarinnar.
Alfreð og félagar eru komnir upp í 2. sæti þýsku deildarinnar. vísir/getty
Kiel átti ekki í miklum vandræðum með að leggja Wetzlar að velli, 34-25, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

Með sigrinum fóru lærisveinar Alfreðs Gíslasonar upp í 2. sæti deildarinnar og minnkaði forskot toppliðs Flensburg niður í þrjú stig.

Niclas Ekberg var markahæstur í liði Kiel með sjö mörk. Christian Zeitz skoraði sex mörk.

Bjarki Már Elísson skoraði fimm mörk fyrir Füchse Berlin sem vann tveggja marka sigur, 33-31, á Saint-Raphael í A-riðli EHF-bikarsins. Berlínarrefirnir eru með fullt hús stiga eftir tvo leiki í riðlinum.

Dagur Sigurðsson stýrði Füchse Berlin til sigurs í þessari keppni fyrir tveimur árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×