Handbolti

Guðjón Valur með sex mörk þegar Ljónin fóru upp í 2. sætið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðjón Valur hefur leikið afar vel í vetur.
Guðjón Valur hefur leikið afar vel í vetur. vísir/getty
Rhein-Neckar Löwen hafði betur gegn Hannover-Burgdorf, 26-30, í Íslendingaslag í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Með sigrinum komust Ljónin upp fyrir Kiel og í 2. sæti deildarinnar. Löwen er þremur stigum á eftir toppliði Flensburg en á leik til góða.

Guðjón Valur Sigurðsson var næstmarkahæstur í liði Löwen með sex mörk. Alexander Petersson skoraði eitt mark.

Rúnar Kárason skoraði þrjú mörk fyrir Hannover sem er í 6. sæti deildarinnar.

Vignir Svavarsson skoraði þrjú mörk þegar Team Tvis Holstebro vann eins marks sigur, 23-24, á KIF Kolding Köbenhavn í dönsku úrvalsdeildinni.

Þetta var þriðji sigur Holstebro í röð en liðið er í 3. sæti deildarinnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×