Golf

Leggja til róttækar breytingar á golfreglunum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Spurning hvort Tiger nái að spila undir nýju reglunum fari þær í gegn?
Spurning hvort Tiger nái að spila undir nýju reglunum fari þær í gegn? vísir/getty
Það er búið að leggja fram róttækustu breytingar á golfreglunum í áratugi og ef breytingarnar ná í gegn taka þær gildi eftir tvö ár.

Golfsamband Bandaríkjanna og golfklúbburinn í St. Andrews leggja til breytingarnar sem eiga að flýta fyrir leik og gera leikinn auðveldari og sanngjarnari.

Hér að neðan má sjá lista yfir nokkrar af helstu breytingunum sem eru lagðar fram.

- Ekkert víti fyrir að hreyfa boltann óviljandi

- Slakað á reglum um dropp. Þarf ekki að sleppa boltanum úr axlarhæð. Nóg að lyfta honum aðeins upp.

- Kylfulengd ræður ekki lengur til að mæla svæði þar sem má sleppa boltanum. Þess í stað verður svæðið 50-200 sentimetrar þar sem má láta boltann falla.

- Minnka tímann sem er leyfður í leit að bolta. Fer úr fimm mínútum í þrjár.

- Það má pútta með flaggið í holunni.

- Leikmönnum verður leyft að laga för eftir takka og dýr á flötinni.

- Mælitæki verða leyfð í leik til að reikna út lengd að flaggi.

- Mælt með að kylfingur fái aðeins 40 sekúndur í hvert högg.

- Hvetja leikmenn til þess að verða tilbúnir í sitt högg í stað þess að bíða eftir að maðurinn á undan klári áður en kylfingur stillir sér upp við bolta.

Búið er að vinna í þessum reglugerðarbreytingum í fjögur ár. Verður afar áhugavert að sjá hvort þær nái í gegn.

Það voru gerðar stórar breytingar á reglunum árið 1952 og svo aftur 1984. Síðan þá hefur lítið breyst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×